Trump forseti skorar á Biden að reka Lloyd Austin varnarmálaráðherra

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Stjórnmál2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Trump forseti sendi frá sér yfirlýsingu á Truth Social sunnudagskvöld þar sem hann skoraði á Joe Biden að reka Lloyd Austin varnarmálaráðherra fyrir „óviðeigandi faglega framkomu og vanrækslu á skyldustörfum.“

Austin, sem er sjötugur, hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá upphafi Biden-stjórnarinnar í janúar 2021. Austin hefur verið gagnrýndur eftir að Pentagon opinberaði á föstudag, að hann hefði verið alvarlega veikur á gjörgæsludeild síðan á mánudag en hvorki Joe Biden, starfsfólk Hvíta húsins né þingð fékk að vita um málið.

Týndur í eina viku

Starf Austin er ekki í hættu eftir að Biden átti við hann símtal á laugardag.

Trump skrifar á Truth Social:

„Lloyd Austin varnarmálaráðherra ætti tafarlaust að vera rekinn fyrir óviðeigandi faglega framkomu og vanrækslu í starfi. Hann hefur verið týndur í eina viku og enginn, þar á meðal yfirmaður hans, svikahrappurinn Joe Biden, hafði hugmynd um hvar hann væri eða gæti verið. Hann hefur staðið sig illa og það hefði átt að vera búið að reka hann fyrir löngu síðan, ásamt „hershöfðingjanum“ Mark Milley, af mörgum ástæðum, – sérstaklega fyrir hina hörmulegu uppgjöf í Afganistan, sem er kannski vandræðalegasta augnablikið í sögu lands okkar!“

Djúpríkið tilkynnir ekki Biden – hann skilur ekki neitt hvort sem er

Austin fór í læknisaðgerð 22. desember og var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið í Bethesda, Maryland vegna mikilla kvala samkvæmt yfirlýsingu Pentagon sem birt var á sunnudagskvöld. Samkvæmt yfirlýsingunni var þess einnig getið, að Austin væri á gjörgæsludeild og yrði þar áfram vegna „næðis“ jafnvel þó að hann þurfi ekki lengur á þeirri umönnun að halda. Jafnvel sumir samstarfsmenn varnarmálaráðherrans var færðir á bak við ljósið og sagt, að hann ynni heiman frá sér samtímis sem hann lá á gjörgæsludeild.

Donald Trump yngri sneri sér að kjarna málsins í færslu á sunnudagseftirmiðdegi (sjá X hér að neðan):

„Djúpríkið hefur ekki einu sinni fyrir því að segja Biden frá því, að varnarmálaráðherra hans hafi verið lagður inn á sjúkrahús og verið burtu frá störfum í 4 daga. Þeir vita, að hann (Biden) getur ekki skilið hvað það þýðir og þeir halda, að það séu þeir sem ráða og þurfi því ekki að fylgja löglegum stjórnarháttum!“

2 Comments on “Trump forseti skorar á Biden að reka Lloyd Austin varnarmálaráðherra”

  1. ,,sumir samstarfsmenn varnarmálaráðherrans var færðir á bak við ljósið“

    Ha?

Skildu eftir skilaboð