Fleiri myndbönd frá þýsku bændauppreisninni

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Með dráttarvélar að vopni hafa þýskir bændur hafið uppreisn gegn árásum þýsku ríkisstjórnarinnar á landbúnaðinn m.a. með stórhækkuðu verði á eldsneyti og hærri sköttum. Þúsundir dráttarvéla og vörubíla hafa lokað vegum og tekið Berlín og fleiri borgir.

Bændur hafa lokað hraðbrautum og lamað stóra hluta Þýskalands. Skólum er lokað og stjórnmálamenn vita ekki sitt rjúkandi ráð yfir kraftinum í mótmælunum en stór hluti Þjóðverja styður uppreisnina. Lestarstjórar fara í verkfall í vikunni. Áætlað er að hafa vikumótmæli með allsherjarmótmælum í höfuðborginni Berlín mánudaginn 15. janúar. Hér að neðan eru nokkur ný myndbönd frá atburðum dagsins.

Við Brandenburger Tor hliðið í miðborg Berlín og nálægt þinginu hafa um 500 dráttarvélar og fleiri vörubílar lokað vegum:
Í Dresden kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda

Vinstri innanríkisráðherrann í öngum sínum

Innanríkisráðherrann Nancy Faeser – sem er þekkt fyrir tengsl sín við ofbeldisfullt öfgasinnað vinstrið – er í uppnámi yfir mótmælunum og sakar bændur um að koma í veg fyrir að fólk geti unnið, stundað nám, eða heimsótt lækninn. Hún telur að hin miklu mótmæli „muni valda reiði og ósætti.“

One Comment on “Fleiri myndbönd frá þýsku bændauppreisninni”

  1. ekki gleyma að þessir vinstri öfga eru að reyna taka landið af bændum 😉

Skildu eftir skilaboð