Fyrsta barn Svíþjóðar ekki lengur „kyngreint“

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Stúlka í Malmö varð fyrsta barnið að fæðast í þennan heim í Svíþjóð árið 2024. Að auki varð hún einnig fyrsta barnið sem „slapp við kynákvörðun“ á upplýsingatöflu heilsugæslustöðvarinnar, segir í frétt Sydsvenskan.

Stúlkan fæddist á fæðingardeild í Malmö 1. janúar. Á heilsugæslustöðinni hefur verið upplýsingatafla „frá ómunatíð“ þar sem kyn nýfæddra barna er merkt með bláum og bleikum nálum samkvæmt Sydsvenskan. Blá nál fyrir drengi og bleik nál fyrir stúlkur til að sýna kyn barnsins.

Frá og með þessu ári hefur upplýsingatöflunni verið skipt út fyrir málað tré á líndúk, þar sem hvert barn er táknað með hekluðu blómi. Tréð er búið til af ljósmóður Gabriella Aicholzer Hedström, sem einnig er listakona. Gabriella Aicholzer Hedström segir:

„Mér fannst bleiku og bláu nálarnar vera orðnar úreltar. Nú er hægt að velja alla mögulega liti.“

Móðir stúlkunnar er yfir sig ánægð með barnið sitt og segir fæðinguna hafa gengið vel og hrósar starfsfólkinu og ljósmóðurinni. Hún segir það kost, að stúlkan verði elst í bekknum sínum þegar hún byrjar í skóla.

Skildu eftir skilaboð