Pelosi segir það í höndum einstakra ríkja að ákveða hverjir fái að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bandarískir demókratar eru fyrir löngu komnir framúr sænskum stríðandi krötum sem vilja hafa þann ójöfnuð, að engir aðrir flokkar fái völd á þingi nema sem þeim líkar. Nancy Pelosi fv. forseti Bandaríkjaþings segir í viðtali við ABC, að stjórnarskrá Bandaríkjanna skipti ekki máli varðandi Trump „Það er upp til ríkjanna að ákveða, hvort hann fái að bjóða fram eða ekki.“

Í æsingu sinni gegn Donald Trump og þeim hryllingi fyrir demókrata, að Trump verði endurkjörinn forseti, þá skiptir hvorki stjórnarskrá né Hæstiréttur Bandaríkjanna máli. Enda benda allar líkur til þess eins og fjórðungur Bandaríkjamanna halda fram, að demókratar og FBI hafi haft fingur með í því að láta mótmælin við Bandaríkjaþing koma út eins og uppreisn fjandsamlegs forseta sem sætti sig ekki við útkomu kosninganna. Demókratar eru komnir út á vinstri öfgakantinn og aka frekar í peningavagni Soros sem borgar mótmælendum til að ráðast á og eyðileggja opinberar byggingar og koma af stað óeirðum í Bandaríkjanna. Þeir hafa dement forseta, spillt stjórnarkerfi, engin skynsamleg rök lengur og eru að hrinda heiminum út í þriðju heimsstyrjöldina.

Nancy Pelosi þykist hafa völd umfram réttarfarskerfi og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hérna sést hún rífa sundur opinbera stefnuræðu Donald Trump forseta sem venjulega er færð til varðveislu í skjalasafni þingsins.

Trump hefur hvorki verið kærður né dæmdur fyrir uppreisn gegn Bandaríkjunum

Samkvæmt bandarísku stjórnarskránni þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt til að geta tekið farið í forsetaframboði:

  • Vera fæddur bandarískur ríkisborgari
  • Vera að minnsta kosti 35 ára
  • Hafa verið búsettur í Bandaríkjunum í 14 ár

14. ákvæði stjórnarskrárinnar, sem segir, að fólk sem gert hefur uppreisn gegn Bandaríkjunum fái ekki að bjóða sig fram í opinber embætti, gildir ekki um Trump, þar sem hann hefur hvorki verið kærður né hlotið dóm fyrir slíkt athæfi. En Pelosi telur réttarfarskerfi Bandaríkjanna, stjórnarskráin og Hæstaréttur meðtalin, vera lægra sett en stjórnmálamat demókrata og yfirvalda í þeim ríkjum, þar sem demókratar eru í meirihluta.

Flokksbróðurinn varð yfir sig hissa

Demókratinn og spyrjandi ABC, George Stephanopoulos, týndi hökunni, þegar Nancy Pelosi viftaði burtu stjórnarskránni:

ABC: „Þú telur að [Trump] sé óhæfur til að vera forseti?
NANCY PELOSI: „Þeir hafa mismunandi lög frá ríki til ríkis.“
ABC: „Það er stjórnarskráin…“
NANCY PELOSI: „Hún er ekki málið.“

Heyra má áróður Pelosi á myndbandinu hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð