Endurkoma stafræna heilsupassans

frettinErlent, Gústaf Skúlason, HeilsanLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Heilbrigðisyfirvöld Svíþjóðar boða endurkomu stafræna heilsupassans (sjá pdf að neðan). Er það liður í áformum WHO, SÞ og ESB að koma á einum stafrænum auðkennum fyrir sérhvern jarðarbúa með alræðisstjórnarfar kínverska kommúnistaflokksins sem fyrirmynd.

„Það er mikilvægt fyrir Svíþjóð, að yfirvöld haldi áfram að taka þátt í alþjóðaneti WHO fyrir stafræn heilbrigðisvottorð. Stofnunin mælir því með því, að þjónustan verði í viðbragðsstöðu í framtíðinni svo hægt verði að taka hana fljótt í notkun, þegar nýr heimsfaraldur kemur upp.“

Heimsfaraldurinn æfing til að koma á alræðiseftirliti með jarðarbúum

Stafrænt Covid-vottorð Evrópusambandsins eða Covid-sönnunargögn voru kynnt í kjölfar reglugerðar ESB þegar harkalegar þvingandi aðgerðir voru í gangi vegna Covid. Meðal annars átti að framvísa stafræna vottorðinu, þegar fólk vildi ferðast til útlanda eða taka þátt í opinberum samkomum. Kerfið var fljótlega harðlega gagnrýnt fyrir að rjúfa friðhelgi einkalífsins, misnotkun opinbers valds og fyrir að undirbúa möguleika á læknisfræðilegri aðskilnaðarstefnu í samfélaginu.

Þjónustu á Covidbevis.se var hætt í Svíþjóð þann 30. júní 2023. Læknablaðið segir að þá hafi verið búið að gefa út um það bil 18 milljónir covid vottorða til um það bil 6 milljóna Svía. Eftir það var útgáfa slíkra vottorða sett í biðstöðu í hálft ár til viðbótar til 20. desember 2023. Núna vilja heilbrigðisyfirvöld að stafræna kerfið sé stöðugt til staðar í framtíðinni og verði í viðbragðsstöðu, svo hægt verði að virkja það á skjótan og einfaldan hátt „eftir þörfum.“

Hluti af alþjóðaneti WHO

Enn fremur segir:

„Rafræn heilbrigðisyfirvöld telja, að það sé mikilvægt fyrir Svíþjóð að stofnunin verði áfram hluti alþjóðanets WHO fyrir stafræn heilbrigðisvottorð. Stofnunin mælir því með því, að kerfið verði haft tilbúið í viðbragðsstöðu til skjótrar notkunar, þegar nýr heimsfaraldur kemur upp í framtíðinni. Sameiginleg skrá með áreiðanlegum og vönduðum bólusetningargögnum er forsenda þess, að hægt sé að virkja stafrænt bólusetningarkort.“

Viðurkennt er að ónákvæmni hafi fundist í sumum Covid vottorðum sem sagt er, að hafi verið vegna „skorts á tilkynningum um skammta eða þeir ranglega færðir í bólusetningarskrá á landsvísu.“

Skildu eftir skilaboð