Svekktur yfir að hafa fengið sér rafmagnsbíl: kostnaður orðinn sami og dísel bíll

frettinInnlent, RafmagnsbílarLeave a Comment

Innhringjandi að nafni Halldór hringdi inn í símatíma Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni, og sagði frá því að hann sjá nú eftir því að hafa fengið sér rafmagnsbíl fyrir ári síðan.

Halldór hafði farið til Akureyrar, og þurfti að hlaða bílinn á leiðinni. Hann segist hafa keypt ca. 210 kílóvött af rafmagni, sem hann þurfti að greiða í kringum 13 þúsund krónur fyrir. Ofan á það bætast 6 kr. fyrir hvern kílómetra. Þegar allt er talið saman var Halldór að greiða 18 þúsund krónur fyrir bílferðina til Akureyrar og til baka.

Halldór segir að kostnaðurinn sé að verða sá sami ef ekki hærri en með olíuknúnum bílum, og orkuverðið hafi hækkað mikið að undanförnu. Hann segist vera að borga í kringum 18 kr. fyrir kílóvattið heiman frá sér.

Halldór segist því vera svekktur yfir því að hafa fengið sér rafmagnsbíl.

Seldi rafbílinn vegna rafmengunar

Önnur kona að nafni Marta hringdi einnig inn í símatímann, og segist hún ekki ætla að fá sér rafmagnsbíl af heilsufarsástæðum. Konan segist hafa orðið fyrir rafmengun í hybrid bíl sem hún hafði keypt sér og hafi farið að stirðna í liðum. Þá hafi leigubílstjóri sem hún þekki til, fundið fyrir hausverk í Teslu sem hann hafði keypt sér, og hafi því ákveðið að selja bílinn og skipt aftur yfir í bensínbíl og hafi þá hausverkurinn horfið. Konan bætir við að bensínbílar séu orðnir miklu betri í dag og eiði ekki miklu.

Hægt er að hlusta á brotin úr þættinum þar sem þetta kemur fram hér neðar og þáttinn í heild sinni má hlusta hér.

Skildu eftir skilaboð