Svívirðilegt réttarhneyksli í Bretlandi

frettinErlent, Hallur HallssonLeave a Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Undanfarna daga hefur helsta umfjöllunarefni breskra fjölmiðla varðað Post Office; Póstinn sem ásakaði hundruð útibússtjóra lítilla pósthúsa um fjárdrátt, saklaust fólk var dæmt fyrir þjófnað. Fjögurra þátta leikin sjónvarpssería ITV náði að fanga athygli bresku þjóðinnar og hneyksla; Mr. Bates vs The Post Office.Fyrsti þáttur var sýndur 1. janúar 2024 og var sem sprengju væri varpað á breskt þjóðlíf. Aðalsöguhetjan Alan Bates; sub-postmaster rak pósthús í þorpi í Wales. Mr. Bates reyndi um árabil að vekja athygli á göllum á tölvukerfum sem leiddu til ásakana, ofsókna og sakfellinga vítt og breitt um England. Alls voru 983 ákærðir og um 700 fundir sekir á árunum 1999-2015. Efasemdir um tölvukerfi komu fram 2009. Þrátt fyrir það hélt málarekstur áfram og fólk gert ærulaust. Alan Bates leiddi hópmálsókn 555 útibússtjóra og vann. Nú eru háværar raddir um að mr. Bates verði sæmdur orðu breska heimsveldisins, British Empire.

Ofurefli opinberrar stofnunar

Bogi Ágústsson.

Bogi Ágústsson hefur fjallað um á RÚV. „Sýnt er hvernig venjulegt fólk þurfti að berjast gegn ofurefli opinberrar stofnunar sem neitaði að viðurkenna sök og hlusta á vísbendingar um stórgallað bókhaldskerfi. Árangurinn var sá að líf fjölda manns var lagt í rúst,“ skrifar Bogi á vef RÚV undir fyrirsögninni: Stórkostlegt réttarfarshneyksli í Bretlandi. Póstútibúin voru í úthverfum, smærri borgum og þorpum, hverfis- og sveitasjoppum. Ádeiluritið Private Eye gerði úttekt án þess þó að meginmiðlar tæku málið upp. Dómstólar sakfelldu þrátt fyrir vísbendingar um sakleysi. Í haust var tilkynnt um sök Póstsins og greiðslu skaðabóta en aðeins 30 mál hafa verið afgreidd.

Skúrkur málsins

Fólk varð gjaldþrota, ærulaust, makar misstu vinnu, börn voru lögð í einelti og fólk stytti sér aldur. Skúrkur málsins er forstýra Póstsins 2012-2019 Paula Vennells, talin bera ábyrgð á hörkunni, rannsakendur fengu bónusa, dómstólar meðvirkir. Vennels var við starfslok 2019 sæmd orðu CBE, Commander of the Most Excellent Order of the British Empire sem hún ætlar að skila: AT LAST segir Metro. Sjá má færslu á fb með myndum.

Skildu eftir skilaboð