Vindmylluklikkun: Vindmyllurnar frjósa í vetrarhörkunni

frettinErlent, Gústaf Skúlason, OrkumálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Þessi grein var skrifuð af sænska óháða blaðamanninum Peter Imanuelsen, einnig þekktur sem PeterSweden. Þú getur fylgst með honum á PeterSweden.com.

Kannski myndu þær virka betur ef hlýnun jarðar væri meiri?

Hérna er eitthvað sem þú munt ekki heyra um á almennum fjölmiðlum. Upp á síðkastið hefur kuldamet verið í Svíþjóð. Við vorum bara með mesta kulda aldarinnar. Í bæ fyrir utan Arjeplog var -48,8C frost. Það var of kalt fyrir nýju „grænu“ rafmagnsrúturnar í Svíþjóð. Í einni borg þurftu þeir að hætta við flestar strætóleiðir, vegna þess að þeir réðu ekki við kalt veður.

En hvað með vindmyllurnar sem eiga að sjá þessum rafknúnum vögnum fyrir endurnýjanlegri orku?

Í ljós kemur að þeim líkar heldur ekki við kalt veður….Núna er greint frá því, að ísing á vindmyllublöðum í vetrarhörkunni hafi orsakað mikið fall í raforkuframleiðslunni. Á nokkrum dögum týndist meira en 1.000 MW afl vegna ísa á blöðunum. Í megindráttum frusu vindmyllurnar fastar.

Þann 5. janúar síðastliðinn tilkynntu sjö vindorkugarðar í Svíþjóð um tap samsvarandi 1.110 MW af heildarframleiðslugetu þeirra 2.316 MW. Með öðrum orðum þá frusu vindmyllurnar og glötuðu tæplega 50% af framleiðslugetunni í köldu veðri. Ef við hefðum einhverja hlýnun og hitastigið væri aðeins hærra myndu þær virka betur.

Hér að neðan er hlekkur á aðra grein eftir PeterSweden um skoskar vindmyllur sem varð svo kalt að það þurfti dísilrafstöðvar til að halda þeim heitum:

Núverandi ísing veldur 0% raforkuframleiðslu

Þessar óáreiðanlegu vindmyllur valda því að raforkuverð hækkar á veturna, þegar fólk þarf mest á því að halda til að hita heimili sín. Verið er að borga reikninginn fyrir hina kolklikkuðu loftslagsstefnu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kalt veður hefur valdið vindorkunni vandræðum. Þann 15. desember tilkynnti einn vindgarður í Åmot-Lingbo eftirfarandi:

„Veðurskilyrði gefa ísingu á vindgarðinum. Núverandi ísunarstig skapar 100% minna framboð.“

Það er bókstaflega ekki hægt að skálda þetta. Það er svo kalt að vindorkumyllurnar frjósa sem dregur verulega úr raforkuframleiðslu þeirra. Hvaðan á rafmagnið koma sem á að knýja alla nýju rafmagns strætisvagnana og bílana? Af hverju segja engir í meginfjölmiðlum þér frá vandamálum vindorkunnar í köldu veðri?

Ég skrifaði alla vega þessa grein til að segja þér frá henni!

Óháði blaðamaðurinn Peter Imanuelsen hefur helgað mörgum árum í að segja frá því sem almennir fjölmiðlar hunsa. Hægt er að fylgjast með honum hér.

Skildu eftir skilaboð