Jón Magnússon skrifar:
Það er skelfilegt að verða vitni að því, að náttúruhamfarir ógni Grindavík. Á þessari stundu vitum við ekki hvaða tjón verður af eldgosinu sem hófst í morgun. Vonandi verður það sem minnst og vonandi rís Grindavík fljótlega við eins og Vestmannaeyjar gerðu þegar gosinu þar lauk.
Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur og gera þá jafnsetta og hefðu þesar náttúruhamfarir ekki lent á þeim. Að sjálfssögðu hlíst verulegur kostnaður af því, en það sér enginn eftir því að greiða það sem til þarf, þannig að fólkinu, sem verður nú að flýja heimili sín geti liðið vel og notið þess sama og aðrir borgarar þessa lands.
Ríkisstjórnin þarf að bjóða Grindvíkingum að kaupa húsin þeirra sem vilja selja á markaðsvirði og ganga frá samningum um forkaupsrétt þeirra til að kaupa eignir sínar aftur af ríkinu vilji þeir það þegar núverandi ástandi lýkur. Það er um margt skynsamlegri ráðstöfun en að kaupa húseignir fyrir Grindvíkinga annarsstaðar á sama tíma og fólkið verður í óþolandi ástandi gagnvart lánastofnunum og lífeyrissjóðum.
Álag á alla innviði mun aukast verulega vegna náttúruhamfaranna. Þeir innviðir eru því miður margir þandir til hins ítrasta vegna þjóðfjandsamlegrar stefnu ríkisstjórnar í hælisleitendamálum undanfarin ár.
Nú er mál að linni. Við berum ábyrgð á því fólki sem er í landinu og við eigum að gera okkar besta hvað það varðar. Meira álag er ekki hægt að leggja á heilbrigðisþjónustu, íbúðamarkaðinn eða skólakerfið. Við getum því ekki verið að bruðla með fé, sem ekki er til, en ríkissjóður er rekinn með miklum halla. Við verðum að loka landinu alla vega tímabundið gagnvart svokölluðum hælisleitendum og allt tal um að flytja eitthvað fólk, sem hér á ekki heima og aðlagast ekki samfélaginu frá Gasa yrði griðrof af hálfu stjórnvalda gagnvart hagsmunum fólksins í landinu.
Búum vel að okkar og gætum þess, að fólk sem verður fyrir tímabundnu tjóni geti búið við góð lífskjör eins og við hin.
4 Comments on “Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur”
Jón Magnússon skrifar.
„Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur og gera þá jafnsetta og hefðu þesar náttúruhamfarir ekki lent á þeim. Að sjálfssögðu hlíst verulegur kostnaður af því, en það sér enginn eftir því að greiða það sem til þarf, þannig að fólkinu, sem verður nú að flýja heimili sín geti liðið vel og notið þess sama og aðrir borgarar þessa lands.“
Þetta er rangt hjá þér Jón eins og flest sem þú gubbar upp úr þér, það er kerfið sem þarf að koma til móts við samfélagið, eins og allir sem vinna eða hafa unnið þarna niður á alþingi á undanförnum áratugum þá virðist þetta blessaða lið halda að samfélagið sé fyrir kerfið enn ætti réttilega að vera öfugt eins og í flestum siðmenntuðum ríkjum þar sem spillingaöfl, kúganir og þjófnaðir eru ekki látnir ráða ríkjum. Ætli þessu gagnlausa spillingarliði væri ekki nær að stoppa bankana í því að hafa frjálst vald við það að ganga að fólkinu í Grindavík út af húsnæðislánunum sem flestir hafa eða nær allir. þetta samfélagsmjaltakerfi sem er skapað og varið af stjórnvaldahyskinu er mun stærra vandamál enn flest annað. Svo ganga leigufélögin sem eru varin af sömu kaununum og hirða restina. Þið þurfið að átta ykkur á því að flestir eða nær allir sem unnu í samfélaginu í Grindavík eru án vinnu og þar með er engin einnkoma hjá fólkinu, og hvernig eiga íbúarnir að geta rekið sín heimili?
Skammist ykkar!!!!
Efnahagshrunið 2008 voru í sjálfu sér Náttúruhamfarir þótt enginn hafi eldurinn verið – sérstaklega þar sem það var bein afleiðing gjörða fjármagnseigenda með fulltingi embættis- og stjórnmálamanna. Margar Íslenskar fjölskyldur misstu aleiguna og hafa sumir hverjir aldrei borið sitt barr eftir það. Ekki minnist ég á sínum tíma að hafa lesið pistil frá Jóni Magnússyni um að gera fólk jafnsett fyrir og eftir efnahagshrun, hamfarir sem það hafði enga stjórn á og gat engan vegin borið hönd yfir höfuð sér, eins og Jón talar fyrir núna. Miðað við það sem á undan er gengið þarf Ríkið, sem fyrr, ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.
Já Reynir, þetta er sorgleg staðreynd.
Ég var nú bjartsýnn að kerfið yrði tekið í gegn 2009 enn það var nú heldur betur annað á teningnum hjá þessu spilta og siðblinda stjórnmálahyski.
Fyrst fólk var að pissa í sig af reyði yfir því að Arnarlax var að styðja við Handboltalandsliðið, enn afhverju hefur ekkert verið sagt yfir því að Arion banki hefur stutt við liðið í mörg ár?
Ég er nú nokkuð viss um það að Arion banki á mun fleiri mannslíf á samviskunni enn Arnarlax,
Ég veit ekki afhverju fólk er tryllt af bræði yfir einhverjum laxastofni sem engin nema fámennur hópur spiltra aðila hefur slegið eign sinni á flesta þessar ár að ásamt moldríku fólki utan úr heimi
þetta kalla ég hræsni!
Rétt Ari.
Skil ekki þetta upphlaup með Arnarlax. Árnar eru fyrir löngu mengaðar af hnúðlaxi, flundru og sæsteinssugu. Enginn að missa sig yfir þvi nema fámennur heimtufrekur hópur sjálftökumanna sem hafa fyrir löngu gengið að stangveiði í ám dauðri með því að færa hana upp á sama level og stórfelld kókaínneysla er. Í raun hlægilegt að jafn primal hlutur og það að veiða fisk í á sé orðið að stöðutákni sem primal fólk á ekki kost á að stunda. Sé ekkert að því að árnar fyllist af eldisfisk. Þegar fram í sækir fellur verðið kannski á stangveiðileyfi og pöppullinn kemst aftur að.