Varar við leigufélaginu Alma: „standa ekki með Grindvíkingum“

frettinInnlent1 Comment

Rebekka Saidy, Íbúi í Grindavík, varar við leigufélaginu Alma á facebook síðu sinni í dag. Konan segir frá því að fjölskyldan hafi neyðst til að taka á leigu litla íbúð frá félaginu um miðjan desember, vegna aðstæðna í Grindavik.

Í dag bauðst fjölskyldunni hinsvegar stærri eign til langtíma, þar sem betur getur farið um þau, því ljóst er að við þau eru ekki á leiðinni heim til Grindavíkur aftur, segir Rebekka.

Konan setti sig í samband við Ölmu leigufélag til að athuga hvort ekki væri hægt að komast undan þriggja mánaða uppsagnarfresti í ljósi aðstæðna. „Við vitum öll að mikil þörf er á húsnæði og þessi íbúð færi í útleigu samdægurs. En nei svarið sem ég fékk var þvert nei að þau gætu ekki litið framhjá þriggja mánaða uppsagnafresti.“

Hún segist orðlaus yfir því að fá ekki smá stuðning, þar sem mikil neyð er hjá mörgum fjölskyldum vegna náttúruhamfaranna. „Ég mun aldrei mæla með að leigja hjá þessu ömurlega fyrirtæki þar sem eiginhagsmunasemi og græðgi ræður ríkjum, þeir standa ekki með Grindvíkingum,“ segir Rebekka.
Færsluna í heild má sjá hér neðar:

One Comment on “Varar við leigufélaginu Alma: „standa ekki með Grindvíkingum“”

Skildu eftir skilaboð