Má nú tala um íslamvæðingu og “grooming“ gengi í Bretlandi?

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir1 Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Nýrri skýrslu um barnanauðgaragengin í Bretlandi var ekki stungið undir stól - fréttin af henni er í öllum breskum fjölmiðlum. Um er að ræða rannsókn sem náði yfir árin 2004 til 2013 og sýnir að vegna vanrækslu lögreglu og yfirvalda á Stór-Manchestersvæðinu höfðu gengin frítt spil. Hjá BBC kemur fram að Sara Rowbotham hefði frá 2007 reynt að vekja athygli á því að gengi af pakistönskum og afgönskum uppruna stunduðu að misnota börn kynferðislega og selja þau í vændi og að Maggie Olivier hefði sagt starfi sínu hjá lögreglunni í Stór-Manchester lausu til að geta beitt sér gegn gengjunum.  

Borgarstjóri Manchester biður fórnarlömbin afsökunar

Andy Burnham borgarstjóri Manchester (Verkamannaflokknum), sem hafði kallað eftir rannsókninni, hélt ræðu og bað fórnarlömbin afsökunar; talaði um nauðsyn þess að horfast í augu við raunveruleikann, þó hann væri ljótur, til að hægt væri að koma fram breytingu á þeirri menningu sem leyfði misnotkunina og þakkaði ungu konunum fyrir að hafa haft hugrekki til að stíga fram og segja frá reynslu sinni. Einnig þakkaði hann Söru og Maggie.

Fyrir ekki svo löngu hefði slík afsökunarbeiðni og þessi víðtæka umfjöllun verið algjörlega óhugsandi, enda ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að ásaka minnihlutahóp í landinu um að brjóta gegn innfæddum. Okkur er jú sagt að hvítir kúgi litaða og séu allir rasískir. BBC gengur þó ekki alla leið og talar enn um „asísk gengi“ þó flestir viti að borgarar margra landa í Asíu séu saklausir af að tilheyra gengjum er nauðga ungum stúlkum og selja þær í vændi. Múslimar sem ekki eru frá Asíulöndum, s.s. frá Sómalíu, hafa hins vegar einnig verið dæmdir.

Suella Braverman talar hreint út

Ef til vill hefur fyrrum innanríkisráðherra, Suella Braverman, haft eitthvað með viðhorfsbreytinguna að gera en í viðtali við GB News snemma árs 2023 sagði hún að það væri hneyksli að gengin hefðu fengið að athafna sig svo lengi. Stúlkur í viðkvæmri stöðu hefðu verið hunsaðar þegar þær hafa kvartað um kynferðislega misnotkun: seldar í vændi, gefin eiturlyf eða verið nauðgað. Allt kerfið hefði brugðist þeim: yfirvöld, félagsráðgjafar, kennarar, lögreglan. Til að vinna gegn þessu rótgróna vandamáli hefði hún ásamt forsætisráðherranum samið aðgerðapakka sem gerðu öllum sem vinna með börnum skylt að tilkynna, vakni grunur um að þau séu í hættu vegna misnotkunar. Suella segir í viðtalinu að sannleikurinn sé ekki rasískur og það sé staðreynd að flestir meðlimir gengjanna séu af bresk/pakistönskum uppruna. 

Suella var látin taka pokann sinn er hún hélt áfram að gagnrýna múslima og lögregluna eftir að hópar fylltu götur London á hverjum föstudegi til stuðnings Gazabúum og Hamas. Hún hefur viljað meina að það sé ekki í anda fjölmenningar að einn minnihlutahópur kalli eftir tortímingu annars og hefur einnig ásakað lögregluna um mismunun - að taka á sumum hópum með silkihönskum, en á öðrum með hörku. Við embætti innanríkisráðherra tók James Cleverly sem kann ekki heldur að meta göngur til stuðnings Hamas og hefur hann lagt fyrir breska þingið tillögu um að banna Hizb ut-Tahrir, hópinn er gekk lengst fram í gyðingahatrinu.

James Cleverly vill banna samtök sem hvetja til hryðjuverka

Eftir Cleverly er haft að „Hizb ut-Tahir sé samtök gyðingahatara sem hvetji til hryðjuverka, meðal annars með því að dásama hinar hryllilegu árásir hinn 7. október og fagna þeim“. Samtökin voru stofnuð 1953 í Austur Jerúsalem, sem þá var undir stjórn Jórdana, og hafa það markmið að koma á alheimsstjórn Allah með sjaríalögum. Þau eru starfandi í 32 löndum, skv. Aljazeera; víðast bönnuð í löndum múslima en leyfð víða í hinum umburðarlynda vestræna heimi. Danir hafa t.d. leyft þau og það er gegn Hizb ut-Tahrir sem Rasmus Paludan hefur beitt sér með Kóranbrennum. Á Aljazeera má lesa að samkvæmt Hizb ut-Tahrir séu meðlimir Hamas hetjur og fljótlega eftir árás Hamas hafi samtökin hvatt múslimalönd til að „vígbúast og losa heiminn við hernámsveldi Síonista“.

Það er á föstudaginn 19. janúar sem breska þingið tekur ákvörðun um hvort Hizb ut-Tahrir verði bönnuð, nokkuð sem Danir hefðu átt að gera fyrir löngu. Með því að virða tjáningarfrelsi meðlima samtakanna hafa þeir nú neyðst til af ótta við hryðjuverkaárásir að takmarka tjáningarfrelsi borgaranna með því að banna að ákveðin bók verði brennd eða meðhöndluð með óviðeigandi hætti. Að umbera menningu sem gengur þvert á vestræn gildi, reglur og lög hefur ekki reynst vel, hvorki í Bretlandi né annars staðar á Vesturlöndum.

One Comment on “Má nú tala um íslamvæðingu og “grooming“ gengi í Bretlandi?”

  1. Icelanders should instead worry about these types of people coming into Iceland. The refugee & asylum seeking scams must be terminated right away, with absolutely no Palestinian refugees. It can only mean trouble for your future.

    Those squatters in Austurvöllur should be transported to Keflavík and put on the first flight out of the country. It is a disgrace that foreigners can park themselves in front of the Icelandic Parliament and make demands. It sends a message to other would-be refugee scammers that Iceland is a weak country. In no other country would this be tolerated.

Skildu eftir skilaboð