Þú ekki gott íslenska tala, kvárið þitt

frettinGeir Ágústsson, Innlent3 Comments

Geir Ágústsson skrifar:

Það er verið að reyna breyta tungumálinu okkar, meðal annars. Ég er ekki að tala um litlar breytingar eins og að segja sími í staðinn fyrir telefón, eða tölva í staðinn fyrir kompjúter. Hugmyndir að orðum sem draga aðeins úr vægi tökuorða eru í sífellu í framleiðslu og sumar njóta velgengni og aðrar ekki.

Nei, núna er verið að breyta því alveg í grunninn og niðurstaðan er sú að þú ekki gott íslenska tala. Ekki frekar en markaðsfólkið hjá Ölgerðinni, sem nýlega hlaut hinseginvottun Samtakanna 78, og valdi í kjölfarið að breyta slagorði þannig að þriggja ára krakki, sem er ennþá að ná tökum á íslenskunni, gæti hafa samið það:

Það sér hver drekka Kristal

Sennilega færri í framhaldinu en áður, en látum það liggja á milli hluta.

Ölgerðin er búin að vera lengi á þeirri vegferð að afmá kynin eins og lesa má í ársskýrslu Samtakanna 78 fyrir árin 2022-2023 (þar sem Festi, Advania, Rio Tinto Alcan og Te & Kaffi eru einnig á lista). Ekki veit ég hvernig klósettaðstaðan þar á bæ lítur út, eða hvort boðið sé upp á sturtuaðstöðu fyrir starfsmenn, og hvað þá hvað sé verið að gera við þessi rými núna - kannski verið að svipta konum einkarýmum sínum eins og algengt er eða hvernig það er. En vegferðin er hafin og hún er ekki lítill biti að kyngja. Þetta er hugmyndafræði sem boðar geldingar á börnum, aðför gegn samkynhneigð, eyðileggingu tungumálsins, umburðarlyndi fyrir kynferðislegum losta til barna og skautun í samfélaginu: Við eða þið, og ekkert þar á milli.

Mörg stór og öflug fyrirtæki hafa fallið fyrir þessum málstað og það er til slagorð fyrir afkomu þeirra í kjölfarið:

Go woke, go broke

Vonandi er Ölgerðin ekki á þeirri vegferð, enda hef ég taugar til fyrirtækisins. Til vara vona ég að einhver samkeppnisaðilinn nái að endurskapa uppskriftina að Egils Appelsín og Bola (Kristallinn er sá sami hjá öllum sem setja kolsýru og bragðefni í vatn). Þá ætti skaðinn af brotthvarfi fyrirtækisins að verða nálægt núlli fyrir okkur hin.

3 Comments on “Þú ekki gott íslenska tala, kvárið þitt”

  1. Leikhús fáránleikans í boði klikkað fólks. Fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt.

  2. Það sést hver drekka kristal.
    Reyndu aml að fara með rétt mál þegar þú setur niður penna Geir.

  3. Allt í einu er Applesinio farið að smakko skító og skrítno og ekki Íslensko núno.(
    Það besta við það þegar fyrirtæki gera svona rosalega í brækurnar af meðvirkni til þess að ganga í augun á hópum fólks með alvarlegan geð vanda og hugsana villu þá hættir fullt af fólki að versla að viðkomandi fyrirtækinu. Kallast að grafa sína eigin gröf.

Skildu eftir skilaboð