Forsætisráðherra Slóvakíu: Mun beita neitunarvaldi gegn aðild Úkraínu að Nató

frettinErlent, Gústaf Skúlason, NATOLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hinn nýi forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, hefur opinberlega staðfest það sem hann sagði í kosningabaráttunni: Hann mun ekki fylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu.

Reyndar hefur Fico heitið því að koma í veg fyrir áætlanir Kænugarðs á ýmsan hátt. Allt frá því að beita neitunarvaldi gegn aðild Úkraínu að Nató og stöðva alla hernaðaraðstoð til landsins og jafnframt styðja bann Ungverjalands á 50 milljarða hernaðarpakka ESB til Úkraínu. Fico styður afstöðu Viktor Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur lýst því yfir, að Úkraínudeilan verði ekki leyst með vopnum.

Aðild Úkraínu að Nató þýðir þriðju heimsstyrjöldina

APA greinir frá: Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði að á fundi með úkraínskum starfsbróður sínum Denis Shmygal, sem verður haldin þann 24. janúar í Uzhgorod, muni hann tilkynna að hann muni koma í veg fyrir aðild Úkraínu að Nató, þar sem það þýði upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar. Fico sagði á laugardaginn:

„Ég veit hvað ég tek með mér (á fundinn með úkraínska forsætisráðherranum). Ég kem með mannúðaraðstoð, við munum staðfesta að þeir fái engin vopn frá slóvakíska hernum eða ríkisbúskapnum. Ég mun tilkynna um málefni sem sýna, að skoðanir okkar eru gjörólíkar. […] Ég mun segja, að ég sé á móti aðild Úkraínu að Nató, að ég muni beita neitunarréttinum og hindra aðild þeirra, vegna þess að það yrði grundvöllur þriðju heimsstyrjaldarinnar.“

Dregur til baka ákvörðun um vopnasendingu til Úkraínu

Fico telur að fundurinn 24. janúar í Uzhgorod verði „áhugaverður.“ Slóvakísk stjórnvöld munu einbeita sér að mannúðaraðstoð og ekki senda vopn til Úkraínu. Fram að þessu hefur Slóvakía sent 13 hernaðarpakka til Úkraínu að andvirði 671 milljón evra. Núna verður slíkri aðstoð hætt:

„Ráðherraráðið, undir forsæti Fico, samþykkti ekki tillögu fyrri ríkisstjórnar um að senda næsta pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu fyrir 40,3 milljónir evra.“

Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu t.v. og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands t.h. standa saman í baráttunni gegn glóbalismanum.

Skildu eftir skilaboð