Gústaf Skúlason skrifar:
Utanríkiskommissjóner ESB ásakar Ísraelsstjórn fyrir að hafa búið til Hamas og fjármagna hryðjuverkasamtökin. Þetta sagði hann í ræðu við hátíðlega athöfn, þegar hann var útnefndur heiðurslæknir í háskólanum í Valladolid á Spáni. Sjá má myndskeið af hluta ræðunnar neðar á síðunni.
Yfirlýsingin þykir einstök, vegna þess að enginn leiðtogi Evrópu hefur áður borið fram þá ásökun, að Ísraelar hafi sjálfir stofnað Hamas. Er hér um einstaklega grófa yfirlýsingu að ræða vegna stöðu Borells sem ábyrgs aðila fyrir utanríkismálum ESB.
Reuters segir frá: Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagði á föstudag að Ísraelar hefðu fjármagnað stofnun herskárra Palestínusamtaka Hamas, sem stangast opinberlega á við yfirlýsingar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sem hefur neitað slíkum ásökunum. Andstæðingar ísraelskra stjórnvalda og sumir alþjóðlegir fjölmiðlar hafa sakað ríkisstjórnir Natanyahus um að efla Hamas á Gaza um árabil, meðal annars með því að heimila Qatari fjármögnun Gaza. Borrell sagði í ræðu í háskólanum í Valladolid á Spáni án þess að útskýra nánar:
„Já, Hamas var fjármagnað af ríkisstjórn Ísraels til að reyna að veikja palestínsk yfirvöld undir forystu Fatah.“
Borrell bætti við að eina friðsamlega lausnin væri stofnun palestínsks ríkis:
„Við trúum því, að eingöngu tveggja ríkja lausn sem þröngvað verður utan frá muni koma á friði, þó Ísrael krefjist þess neikvæða.“
Hamas gerði óvænta árás á suðurhluta Ísraels frá Gaza þann 7. október, drap 1.400 manns og tók um 240 gísla á mannskæðasta degi í sögu Ísraels. Ísrael hefur gagnrýnt ýmis lönd, þar á meðal Spán sem er heimaland Borrells, fyrir að sýna Hamas samúð.
Sjá má yfirlýsingu Borells á myndbútnum hér að neðan:
Top EU diplomat Josep Borrell has publicly accused Israel of creating and financing Hamas to weaken the Palestinian National Authority and the peace process. pic.twitter.com/mP7tSPO2c0
— Ignorance, the root and stem of all evil (@ivan_8848) January 20, 2024