Kanadískt réttarríki í frjálsu falli eftir að Turdeau tók við – Ísland stefnir í sama farið!

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Blaðamaðurinn Aia Fog á Den korte avis hefur skrifað margar greinar um Trudeau, og ekki að ástæðulausu, frá því hann tók við sem forsætisráðherra Kanada árið 2015. Aftur og aftur tekst honum að grafa undan stoðum frelsisins- ekki síst málfrelsinu sem skilgreindi Kanada sem lýðræðislegt stjórnunarríki:

Árið 2016 kom hann C-16 í gegn, lögum sem leyfa mönnum að velja kyn sitt og gera það refsivert að viðurkenna ekki frjálst val á kyni.

Árið 2018 studdi hann lagafrumvarp sem glæpavæðir íslamfóbíu og fordæmir and-íslamska orðræðu og hegðun.

Árið 2020 fól hann kanadísku leyniþjónustunni að ,,rannsaka” og yfirheyra eiganda Rebel Media og handhafa Sappho-verðlauna Free Press Society 2014, Ezra Levant. Ástæðan var að Ezra hafði skrifað gagnrýna bók um Justin Trudeau: "The Libranos: What media won´t tell you about Corruption Justin Trudeau".

Árið 2019 og aftur 2021 reyndi hann að hindra umfjöllun Rebal News í tengslum við kosningar í Kanada. Í báðum tilfellum fór Rebel News til dómstóla og fékk ákvörðun Trudeau hnekkt með þeim afleiðingum að Trudeau neitaði að svara spurningum fréttamanna blaðsins.

Í febrúar 2022 setti hann á herlög til að bregðast við friðsamlegum en útbreiddum mótmælum Frelsislestarinnar (Freedom Convoy ) í Ottawa. Hann afturkallaði að hluta til frelsið sem mótmælendurnir höfðu og gerði þá í raun að erlendum ríkisborgurum í eigin landi.

Á heildina virka allar þessir aðgerðir neikvætt á lýðræðið, vægast sagt. Þessi hegðun virðist ríkja í ríkisapparatinu og hefur ratað á götuna. Þá tilfinningu færðu af aðgerðum kanadísku lögreglunnar.

Hvaða áhrif hefur svona misbeiting á valdi

Allar aðgerðirnar hafa vægast sagt neikvæð áhrif á lýðræðið og virðast því miður hafa komist inn í ríkisapparatið og alla leið niður á götu. Að minnsta kosti er það tilfinningin sem þú færð af aðgerðum kanadísku lögreglunnar: Um daginn var kanadíski blaðamaðurinn David Menzies til dæmis handtekinn á hrottalegan hátt af lögreglu í Toronto og handjárnaður þegar hann reyndi að spyrja Chrystiu Freeland, aðstoðarforsætisráðherra Kanada, hvers vegna hún myndi ekki kalla byltingarverði Írans hryðjuverkasamtök. Myndbandið frá atriðinu vekur mikla athygli og minnir um margt á myndirnar frá London í desember þar sem Tommy Robinson var handtekinn og lögreglan notaði piparúði á hann fyrir að taka þátt í löglegum og opinberum mótmælum. Lögregluþjónn rekst viljandi utan í Davide Menzie og þegar hann reynir að fá svar frá Chrystia Freeland staðhæfir löggan að það var Menzies sem réðist á hann og þegar Menxies mómælti sýndi hann hörku sagði annar lögregluþjónn.

Ferlið var myndað af myndatökumanni Menzie og (alla vega hluta þess) misnotar kanadíska lögreglan til að sýna fram á ofbeldi og virðist frekar höfða til vafasamra stjórnmálamanna í stað þess að vera borgurum stoð og stytta þegar lög og réttindi eru annars vegar.

Lögreglan tekur afstöðu

En þetta er ekki það eina sem kanadíska lögreglan tekur sér fyrir hendur, hún hefur hegðað sér einkennilega upp á síðkastið. Um daginn voru mótmæli manna sem eru hliðhollir Palestínumönnum. Mótmælendur voru með palestínska fána og slagorð. Þeir voru á svæði þar sem aðallega Gyðingar búa. Í stað þess að færa mótmælin á annan stað gerði lögreglan hið gagnstæða og gaf út yfirlýsingu ,,Með tilliti við almanna reglu verður Avenue Road Bridge lokuð. Aðgangur að svæðinu verður opinn í gegnum Highway 401. Lögreglan er á staðnum til að hindra aðgang og tryggja öryggi mótmælenda og umferðarinnar.”

Ekki nóg með það: vingjarnleg framkoma lögreglunnar sýndi að það eru engin takmörk á góðmennsku lögreglunnar sem sótti kaffi fyrir mótmælendur, sem stuðlaði að enn meiri ótta og óöryggi gyðinga í hverfinu. Augljóst er á staðsetning mótmælanna er ógn við gyðinga. Tímasetningin er líka ógn sem er laugardagur og hátíð gyðinga fór ekki fram hjá neinum. Múslímskt spakmæli segir að eftir laugardaginn komi sunnudagur sem vísar í eyðingu Gyðinga fyrst og síðan kristinna.

Þegar lögreglan getur óhindrað handtekið blaðamann fyrir að spyrja valdhafa spurninga sem hafa tekið opinskátt afstöðu með öðrum aðilanum í (ofbeldisfullum) átökum leysist réttarríkið upp og trú almennings er óhjákvæmilega í frjálsu falli í samfélaginu.

Kanada er það ríki í dag og enginn annar en Trudeau hefur skapað það - aðeins níu árum eftir að hann komst til vald.

Heimild.

One Comment on “Kanadískt réttarríki í frjálsu falli eftir að Turdeau tók við – Ísland stefnir í sama farið!”

  1. Þess má líka geta að óvenjulega margar íkveikjur á Kristnum Kirkjum eru orðnar umræðuefni í Canada.
    Þegar fólk tekur niður Kristni á svona hrottalegann hátt, er ekki hægt að spá neinu góðu um Canada meir. Aumingja afkomendur Íslendinga sem flutta þangað forðum.
    Kannski koma þeir til Íslands sem flóttamenn, en vonum að þeir dulbúi sig sem araba fyrst.

Skildu eftir skilaboð