Ron DeSantis dregur framboðið til baka og styður Donald Trump

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Staða Donalds Trumps sem forsetaframbjóðanda repúblikana í forsetakosningunum styrkist eftir því sem keppinautar hans heltast úr kosningalestinni og styðja hann í staðinn. Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, skoraði á Trump í kjöri repúblikana til forsetaefnis flokksins í forsetakosningunum í haust. En Ron De Santis hefur að lokum viðurkennt vonlausa stöðu sína og sagði í ræðu, að hann stæði við loforð sitt að styðja þann frambjóðanda sem flokkurinn kæmi sér saman um.

DeSantis fékk næstflest atkvæði í fyrstu forkosningum í Iowa. En 21,2% dugðu ekki gegn 51% yfirburðum Trumps. Í ræðu á X (sjá neðan) segir DeSantis m.a. að Trump sé ofar Biden. Hann sagði einnig:

„Við getum valið að halda innrásinni á landamærunum áfram eða að stöðvað hana. Við getum valið kærulausar lántökur og eyðslu eða takmarkað stjórnvöld og dregið úr verðbólgu. Við getum valið pólitíska innrætingu eða hefðbundna menntun. Kosningarnar eru einkenni þeirrar undirliggjandi baráttu sem vill tryggja ríkisstjórn samkvæmt stjórnarskránni og vestrænni siðmenningu.“

Viðurnefnið lagt á ís

Trump lýsti yfir ánægju með að DeSantis hefði dregið framboð sitt til baka og styddi hann í staðinn. Trump sagði einnig að viðurnefnið „DeSanctimonious“ sem hann hefði notað í kosningabaráttunni um DeSantis yrði lagt á ís. Trump kom einnig með eftirfarandi yfirlýsingu sjá á ensku hér að neðan, þar sem hann segir m.a. að Nikki Haley sé frambjóðandi glóbalista og demókrata:

Skildu eftir skilaboð