Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Forsvarsmenn Ölgerðarinnar stigu fram og kynntu nýtt slagorð fyrir Kristal. Þeir sem búa til slagorð fyrir fyrirtæki verða að kunna íslensku. Hjá Ölgerðinni virðast þeir ekki kunna íslensku eða notkun tungumálsins. Það er ljóst á slagorðinu, þriggja ára barn gæti notað þessi orð því það kann ekki meira en svo í notkun tungumálsins.
Í kjölfarið var mér boðið í hóp á snjáldursíðunni sem vill sniðganga vörur Ölgerðarinnar. Mér er bæði ljúft og skylt að gera það. Öðruvísi get ég ekki sýnt vanþóknun mína á fyrirtæki sem nauðgar tungumálinu mínu. Samlíkingin er sterk en lýsir því best hvernig fólk hefur það í tengslum við gjörning Ölgerðarinnar.
Hvet sem flesta að sýna vanþóknun sína í verki.
Hafi aðrir í hyggju að sýna Ölgerðinni að þeim misbjóði nauðgunin á tungumálinu ætti fólk ekki að kaupa vörurnar þeirra, bæði heimatilbúnar og innfluttar. Hægt að kaupa sömu vörur í betri gæðum.
Oft hefur íslenskan borið á góma í tengslum við auglýsingar. Nota á gott og vandað mál, forðast enskuna. Börnin okkar lesa og hlusta á auglýsingar og þegar íslenskunni er nauðgað eins og Ölgerðin gerir með slagorði sínu hefur það áhrif. Börn halda að fyrirtækið hafi góðan íslenskumann sem býr til auglýsingar og átta sig ekki á bullinu sem kemur fram í auglýsingunni. Ölgerðinni virðist vanta starfsmann sem kann íslensku. Vantar klárlega íslenskuvottun!
Hafi forsvarsmennirnir haldið að þjóðin væri hlynnt transvæðingu samfélagsins og afbökun tungumálsins í þeirra þágu þá eru þeir á villigötum.
Góð ráð eru gefin í hópnum og þetta er eitt þeirra ,, Mér finnst Tango vera líkast Egils Appelsíni.“ nú er bara að kaupa Tango ef menn geta ekki verið án Appelsíns.
Verndum íslenskuna með þeim úrræðum sem við getum notað.