Trump: Þannig mun ég afnema djúpríkið

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Donald Trump ætlar að stofna nefnd sannleika og sátta sem notuð verður í baráttunni gegn djúpríkinu. Þetta segir forsetinn fyrrverandi á nýju kosningamyndbandi fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Trump tilkynnti „tíu punkta áætlun um að afnema djúpríkið.“ Trump sagði að áætlunin miði að því að „taka til baka lýðræðið okkar aftur frá Washington í eitt skipti fyrir öll“ með því að útrýma djúpríkinu. Trump sagði:

„Ég mun tafarlaust endurtaka framkvæmdaskipun mína ár 2020 sem virkjar heimild forsetans að reka ónýta búrókrata. Ég mun beita því valdi afar stíft. Við munum hreinsa út alla spilltu aðilana í þjóðaröryggis- og leyniþjónustukerfum okkar, og það er nóg til af þeim.“

Afnemur ofsóknir ríkisins

Trump vill einnig tryggja að „andlitslausir embættismenn“ geti aldrei framar ofsótt íhaldsmenn, kristna eða stjórnmálaandstæðinga vinstri manna „eins og þeir eru að gera núna í slíkum mæli sem varla nokkur maður getur einu sinni trúað að sé mögulegt.“

Sannleiks- og sáttanefnd Trumps mun starfa að því markmiðið að aflétta og birta öll skjöl um djúpar njósnir ríkisins, ritskoðun og spillingu.

Heyrið tillögur Trumps með því að smella á spilarann að neðan:

2 Comments on “Trump: Þannig mun ég afnema djúpríkið”

  1. Ég hef sagt það áður að íslendíngum vantar mann eins og Trump, en því miður höfum við ekki þannig mann en vonandi nær Arnar þór kjöri og nær að hreinsa eitthvað til og laga til í stjórn landsins……

Skildu eftir skilaboð