Eftir Katrínu kemur hægristjórn

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur mælast með 39 prósent fylgi samtals. Almennt gildir um tvo elstu flokka landsins, bændur og borgara, að þeir gera betur í kosningum en könnunum. Vænt kosningaúrslit eru meirihluti þessara þriggja flokka.

Þegar Katrín forsætis skilar af sér keflinu, ekki síðar en vorið 2025, fáum við hægristjórn. Spurningin er hvort forsætisráðherra verði Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi eða Þordís Kolbrún.

Tilfallandi greindi pólitíska undirstrauma í byrjun desember og skrifaði:

Miðflokkurinn er sumpart það á hægri ás stjórnmálanna sem Vinstri grænir eru á vinstri ásum. Flokkarnir tveir, hvor á sínum vængnum, reyna fyrir sér með ítrustu samþykktu málefni hægrimanna annars vegar og hins vegar vinstrimanna. Hvorugur flokkurinn er öfgaflokkur, þótt oft sé það uppnefni á vörum andstæðinganna. Ekki heldur eru þeir harðlínuflokkar. En það má kenna ítrustu málefni, þau er þykja stofuhæf, við flokkana tvo.

Svo dæmi sé tekið. Vinstri grænir taka undir kynja-költið, að kynin séu fleiri en tvö og hægt sé að fæðast í röngum líkama. Miðflokkurinn er öndverður og talar fyrir sjónarmiðum heilbrigðar skynsemi. Til samanburðar reyna bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur að leiða kynja-költið hjá sér, vilja ekki stuða umburðalyndið gagnvart and-raunsæi. Hvorugur stóru flokkanna þorir að styggja kjósendahópa og bjóða upp á moðsuðu og afslátt frá meginreglum. Miðflokkur og Vinstri grænir eru skeleggari. Sama gildir um annað hitamál, kennt við loftslag. Köld skynsemi Miðflokksins gegn trúarkreddum Vinstri grænna. Hálfvelgjan markar afstöðu stóru flokkanna.

Í janúar gerðu múslímar sér tjaldbúðir á Austurvelli. Með hjálp íslenskra aðgerðasinna, almennt kallað óreiðufólk ekki frábitið dópneyslu, ætluðu stuðningsmenn Hamas að flytja inn nokkra ættbálka frá Gasa-strönd. Auðvitað til að kynna Frónbúum frið, vináttu og mannúð í anda 7.október.

Hvað gerir íslenskur almenningur? Hann stekkur ekki á dópvagn óreiðufólksins, sem vonast til að sharía-lög á Mússa-Islandi sjái í gegnum fingur sér með heimaræktun.

Kjósendur taka vitanlega afstöðu gegn fjölmenningaróreiðunni og kjósa sér hægriflokka frelsis, fullveldis og hagsældar. Hægrið er heilbrigð skynsemi en vinstrið óreiðuvíma.

ps.

Auðvitað gæti (ath. viðtengingarháttur) Garðabæjarvinstrið hennar Kristrúnar, með ráðgjöf frá Seltirningnum Ólafi Ragnari, sett strik í reikninginn. En það yrði bitamunur en ekki fjár.

One Comment on “Eftir Katrínu kemur hægristjórn”

Skildu eftir skilaboð