Valkostur fyrir Þýskaland vill þjóðaratkvæðagreiðslu um DEXIT – að Þýskaland gangi úr ESB

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Valkostur fyrir Þýskaland vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Þjóðverja um útgöngu úr ESB. Flokkurinn er gagnrýninn á þau óheyrilegu völd, sem framkvæmdastjórn ESB hefur yfir aðildarríkjunum. Núna vill flokkurinn að þýska þjóðin verði spurð, hvort hún vilji ganga úr ESB eða ekki.

Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, er opinn fyrir DEXIT – Þýskaland út úr ESB. AfD telur útgöngu úr ESB mögulegan valkost með vísan til BREXIT. Alice Weidel flokksleiðtogi, segir í viðtali við Financial Times, að þjóðaratkvæðagreiðsla þurfi að fara fram í Þýskalandi um málið þegar tilraunir til að breyta ESB í meiri lýðræðisátt skili engum árangri. Hún segir að AfD hafi um langt skeið unnið að því að reyna að breyta ESB innan frá og skila fullveldinu aftur til baka til aðildarríkjanna. Weidel segir Þýskaland geta valið sömu leið og Bretland.

Ólýðræðisleg, ókjörin framkvæmdastjórn ESB

Í viðtalinu segir Weidel mikilvægt að draga úr áhrifum framkvæmdastjórnar ESB og bendir á að hún sé „ókjörin framkvæmdastjórn.“ Financial Times skrifar að hinir flokkarnir í Þýskalandi séu mjög hliðhollir ESB og heldur því fram, að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki fá útgöngu úr ESB. Hins vegar sýna skoðanakannanir, að Valkostur fyrir Þýskaland vex jafnt og þétt og flokkurinn mælist núna stærri en allir flokkar ríkisstjórnarinnar, sem samanstendur af sósíaldemókrötum SPD, Frjálslyndum FDP og Græningjum. Fer fram sem horfir er ekki útilokað að sífellt fleiri Þjóðverjar kjósi Valkost fyrir Þýskaland gagnrýna afstöðu til yfirvaldsins í ESB.

Ógn við kerfið

Nýlega boðaði Lars Klingbeil, formaður sósíaldemókrata, „baráttuár“ gegn Valkosti fyrir Þýskaland og sagði, að afstaða AfD til ESB ógni öllu Þýskalandi. Reyna þýskir kratar ekki ósvipað þeim sænsku að banna AfD sem stjórnmálaflokk til að koma í veg fyrir, að kjósendur fái ráðið hverjir sitja á þýska þinginu.

Skildu eftir skilaboð