Gústaf Skúlason skrifar:
Hvers vegna gengur Svíþjóð með í Nató og skrifar undir hernaðarsamning við Bandaríkin? Vegna þess að Bandaríkin/Nató vilja fá aðgang að herstöðvunum þar, útskýrir Douglas MacGregor í viðtali við Stephen Gardner (sjá að neðan). Að margir Svíar féllu fyrir Nató-móðursýkinni er ekki svo skrítið, að mati MacGregors. „Þeir eru sauðir sem trúir öllu sem ríkið segir„ segir hann.
Svíþjóð og Finnland hefðu getað verið friðsamlegir staðir, þar sem diplómatískar samningaviðræður um stríðsátök hefðu getað farið fram. Á það bendir Douglas MacGregor, ofursti og sérfræðingur í málefnum Bandaríkjahers sem einnig er með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum.
Guð má vita hvað gerist ef við setjum eldflaugar þarna
En núna verða málin ekki alveg þannig. Við förum í stríðshaminn í staðinn. Til að berjast við Rússland. Douglas MacGregor segir
„Þetta er hættulegt. Því Rússland er engin ógn. En við höldum áfram að umkringja og ógna Rússlandi. Guð má vita, hvað mun gerast ef við setjum eldflaugar og ratsjár þarna. Alls konar hlutir geta gerst í framtíðinni, en það verða hlutir sem við höfum manað fram.“
„Sem hóp myndi ég lýsa Svíum og Finnum sem sauðum. Þeir trúa öllu sem ríkisstjórn þeirra segir. Ég hef oft farið til Svíþjóðar. Ég elska staðinn og met fólkið.“
Ekki rétt að treysta ríkinu skilyrðislaust
En þegar hann talar við Svía verður honum flökurt. Vegna þess að þeim er stjórnað andlega. Hann segir eins og Bandaríkjamaður (með spýjustæl):
„Vandinn við þá er að þeir svara alltaf spurningu með „Ríkið hefur athugað málið og komist að þeirri niðurstöðu að það sé gott.“
„Af hverju í ósköpunum ætti maður að treysta ríkinu? Ég treysti ekki ríkinu hjá mér. Ég held að það ætti ekki ekki neins staðar að treysta neinum skilyrðislaust. Ég vil fá að vita orsakirnar. Ég hélt að það væri það sem aðgreinir okkur Bandaríkjamenn. Fólk kom hingað vegna þess að það var þreytt á gömlu stjórnunum og vildi hafa eitthvað sjálft um málin að segja. Sá sem gerir eitthvað á okkar hlut fær að heyra „af hverju.“ En ég heyri ekki svo mikið „af hverju“ lengur.“
One Comment on “MacGregor: Finnar og Svíar eru eins og heilaþvegnir sauðir”
Douglas Macgregor er einn af fáum vestrænum sérfræðingum í varnarmálum sem veit upp á hár hvað er að gerast í heimsmálunum í dag, hann ásamt Scott Ritter hafa mikla þekkingu á þessum málum og eru ekki að láta teyma sig á áróðurs asna eyrunum eins og allir íslenskir stjónmálamenn og nær allir fjölmiðlar hér á landi.
Mikið hefði ég viljað að Margrét og hennar fólk myndu taka viðtöl við þessa menn reglulega heldur enn að byrta endalaust innihaldslausa pistla eftir rykmöppurnar og eiginhagsmunaseggina Jón magnússon eða Björn Bjarnason sem hafa ekkert lært á öllum sínum stjórnmálaferli annað enn að hlýða yfirboðurum sínum og sleikja þeirra rassgöt í leiðinni.