Umsátur bænda um París er hafin

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Frönsku bændurnir halda áfram mótmælum sínum gegn stjórnvöldum og verða sífellt harðari í aðgerðum sínum. Nú hefur það gerst sem stjórnmálamennirnir óttuðust mest af öllu: Verið er að loka París.

Á föstudaginn safnaðist mikill hópur franskra bænda fyrir utan París, höfuðborg Frakklands. Með dráttarvélum og landbúnaðarvélum hafa bændur þegar lokað þjóðvegum sem tengja París við borgina Lille og belgísku landamærin, segir í frétt Reuters. Bóndinn Matteo Legrand sagði skv. Reuters:

„Við munum fara inn í París til að sýna reiði okkar og óánægju.“

Ótti stjórnmálamanna að rætast

Samtímis hefur álíka farartálmum verið komið upp í stórum borgum eins og Lyon, Carbonne og Arras, segir í frétt Le Monde.

Þetta er einmitt það sem frönsku ráðamenn hafa óttast. Á fimmtudaginn greindi Frihetsnytt frá því að Gabriel Attal forsætisráðherra hafi kallað saman nokkra ráðherra á kreppufund. Eitt af því sem rætt var um var hvernig ætti að bregðast við ef bændur lokuðu París.

Verkalýðsfélagið FNSEA1 skrifar á X (sjá að neðan), að 72.000 bændur og 41.000 dráttarvélar hafi tekið þátt í aðgerðum víðs vegar um Frakkland. M.a. hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan bústað Emmanuel Macron forseta klukkan í sveitarfélaginu Le Touquet, segir í frétt Le Figaro.

Hér að neðan má sjá skrif og myndskeið um málið:

One Comment on “Umsátur bænda um París er hafin”

  1. Sem betur fer eru fleiri og fleiri farnir að skilja hvað valdaelítan ætlar sér: alræðisvald. Fólk þarf að berjast gegn þeim, mótmæla áróðri þeirra, vakna af værum blundi.

Skildu eftir skilaboð