Þingmenn vilja tafarlaust stöðva greiðslur Bandaríkjanna til WEF

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hópur repúblikana í fulltrúadeildinni leggst eindregið gegn Alþjóðaefnahagsráðinu, WEF, og leggja fram nýja lagatillögur sem miða að því að stöðva alla alríkisfjármögnun til glóbalistastofnunarinnar að því er The Daily Caller greinir frá.

Scott Perry, fulltrúi Pennsylvaniu er tillögumaður ásamt þingmönnunum Tom Tiffany, Paul Gosar, Diana Harshbarger, Andy Ogles og Matt Rosendale. Lögunum er ætlað að koma í veg fyrir að utanríkisráðuneytið og aðrar alríkisstofnanir láti fé renna til WEF.

Í frumvarpinu segir:

„Ekki má nota neina fjármuni frá utanríkisráðuneytinu, Alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna eða neinnar annarrar deildar eða stofnunar til styrktar World Economic Forum.“

Ámælisvert að borga skíðaferðir glóbalistaelítunnar í Davos

Bidenstjórnin hefur lagt milljónir dollara í WEF á undanförnum árum. Perry og félagar hans vilja binda snöggan enda á þær peningasendingar. Þingmaðurinn Perry segir í yfirlýsingu:

„Að þvinga bandaríska skattgreiðendur til að fjármagna árlegar skíðaferðir fyrir glóblistaelítuna er fáránlegt – að ekki sé minnst á ámælisvert. Alþjóðaefnahagsráðið á ekki skilið eitt sent af bandarískum fjárlögum og það er kominn tími til að við hættum fjárgreiðslum til Davos.“

Skattgreiðendur eiga ekki að borga WEF fyrir að endurstilla líf þeirra

Þingmaðurinn Tom Tiffany tók undir viðhorf Perrys og fordæmdi fjármögnun WEF:

„Auðugir glóbalistar WEF ættu ekki að fá skattafé sem Bandaríkjamenn hafa unnið fyrir hörðum höndum. Defund Davos-lögin tryggja, að bandarískir skattgreiðendur séu ekki að fjármagna World Economic Forum til að endurstilla lífshætti okkar. Ég þakka þingmanninum Perry fyrir að leiða þetta mikilvæga átak.“

Markmið WEF að breyta jarðarbúum í „hamingjusama öreiga“

World Economic Forum, WEF, var stofnað árið 1971 af Klaus Schwab. Verið er að athuga áhrif WEF á stefnu stjórnvalda um allan heim en ein af aðferðum þeirra hefur verið að kaupa stjórnmálamenn sem færa fram stefnu þeirra. Setningin „Þú átt ekkert en verður hamingjusamur“ tengist WEF og markmiði þeirra að endurstilla heiminn „The Great Reset“ í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins.

Hér að neðan er tillagan um að stöðva fjárstyrki til WEF og þar fyrir neðan auglýsingamynd WEF um hvað allir verði hamingjusamir öreigar í framtíðinni:

defund_davos_act

One Comment on “Þingmenn vilja tafarlaust stöðva greiðslur Bandaríkjanna til WEF”

  1. ´Hamingjusamir´ öreigar, það er stefna valdaelítunnar fyrir almenning. En vill almenningur verða að ´hamingjusömum´ öreigum? Fylgir mikil hamingja því að vera öreigi?

Skildu eftir skilaboð