Íslensk börn tróna á toppnum í notkun þunglyndislyfja

EskiHeilbrigðismál, Lyf, Lyfjaiðnaðurinn, TölfræðiLeave a Comment

Íslensk ungmenni á aldrinum 0-14 ára nota margfalt meira magn af þunglyndislyfjum, eða svokölluðum SSRI lyfjum, miðað við jafnaldra sína á hinum Norðurlöndunum.

Þetta kom fram fréttum RÚV í gærkvöld.

Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Jóhann Ágúst Sigurðsson, heimilislæknir,  að annað hvort væri  börn á Íslandi við verri andlegri heilsu en annarsstaðar, eða þá gætu hugsanlega verið að slæmum ávísanavenjum lækna sé að kenna.

Jóhann Ágúst Sigurðsson, heimilislæknir

Fyrirspurn til Landlæknisembættisins

Fréttin sendi fyrirspurn í kjölfarið til embætti landlæknis:

,,Eru íslenskir læknar óvarkárir í ávísunum sínum að mati Landlæknis og/eða er Landlækni kunnugt um einhven árangurstengdan hvata sem beitir íslenska lækna óþarflegum þrýstingi er kemur að sölu og innflutningi þessara lyfja?“

Fréttin verður uppfærð við móttöku svara frá Landlækni.

Skildu eftir skilaboð