Jón Magnússon skrifar:
Í Kastljósi á mánudagskvöld, þar sem Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór á kostum, kom fram að Ísland sendir marga og mikla styrki eftirlitslaust í meinta mannúðar aðstoð á Gasa svæðinu.
Tvo milljarða hafa stjórnmálamenn tekið af íslenskum skattgreiðendum til að greiða til einhverra móttakenda á Gasa. Þessa peninga greiðum við væntanlega Hamas og e.t.v. Al Fatah og þurfum að taka þá að láni. Að Ísland skuli greiða mest allra miðað við fólksfjölda í þessa meintu mannúðaraðstoð, sýnir bruðl og óráðsíu stjórnmálastéttarinnar, sem verður að stöðva.
Íran hefur sent gríðarlega fjármuni til Hamas samtakanna undanfarinn ár í því skyni, að þeir drepi sem flesta Ísraelsmenn. Íranir viðurkenna sjálfir að greiða um 17 milljarða íslenskra króna á ári í þessu skyni. Sumir halda því fram, að stuðningur Íran við Hamas sé líklega nær 170 milljörðum.
Íran lagði á ráðin með Hamas um hryðjuverkin í Ísrael 7. október og fjármagnar Hamas, Hissbollah, Houti sem og ýmsar aðrar hryðjuverkasveitir sem hafa það meginmarkmið að strika Ísrael út af landakortinu og drepa alla Gyðinga. Er ekki rétt að þeir takist á herðar afleiðinga gerða sinna og taki við hælisleitendum frá Gasa og sinni nauðsynlegri mannúðaraðstoð.
Stóra spurningin er samt af hverju er Ísland að greiða mest allra hlutfallslega. Já meira en vellríku olíuríkin í Arabíu.
Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu?
Kastljósþátt RÚV má sjá hér.
One Comment on “Lausatökin eru víða”
Svona lagað er yfirleitt gert án ábyrgðar.