Douglas Macgregor: Glóbalisminn er óvinur fólksins

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Utanríkismál, WEF, WHO2 Comments

Douglas Macgregor lætur ekki deigan síga. Hann leiðir mikla hreyfingu gegn glóbalismanum í Bandaríkjunum: „Our Country Our Choice“ sem þýðir Landið okkar, val okkar. Þetta er vörn gegn alþjóðastefnunni – glóbalismanum – sem í reynd gæti verið í hvaða landi Vesturheims sem er. Glóbalistarnir eru að umturna lýðræði Vesturlanda og innleiða stjórnarhætti í stíl ógnarstjórnar kínverska kommúnismans.

Ef við ætlum að vinna baráttuna um framtíð lands okkar verður fólk eins og við að standa sameinað – ekki sundrað

Á heimasíðu hreyfingarinnar segir m.a.:

„Á meðan jarðarbúar er önnum kafnir vegna lífsbaráttunnar, þá ákveður ókjörin elíta framtíð okkar án þess að við höfum veitt henni samþykki. Það er mikilvægt fyrir okkur að skilja hvað glóbalistarnir eru að gera og flytja sannleikann. Framtíð okkar veltur á því að það takist.“

„Ef við ætlum að vinna baráttuna fyrir framtíð lands okkar verður við að standa saman og ekki láta sundra okkur. Skiljum eftir þau fáu mál sem sundra okkur og sameinumst um þau mál sem munu bjarga okkur og landi okkar óháð því hver vinnur forsetaembættið árið 2024. Við verðum fyrst og fremst að vera Bandaríkjamenn í hugsun okkar og hegðun.“

Fimm punktar um markmið hreyfingarinnar

  1. Leitast við að vera ein þjóð með einn tilgang: velmegun heima og frið erlendis, með lögum sem er framfylgt, þar á meðal stjórnarskrá Bandaríkjanna og réttindaskrá.
  2. Krefjast þess að bandaríski herinn verji Bandaríkin og bandarísku þjóðina. Krefjast þess að Washington forðist átök við aðra nema ráðist sé á okkur sjálf.
  3. Byggja upp velmegun heima fyrir. Skila störfum og iðnaði til baka til Bandaríkjanna. Endurlífga orkugeirann. Ljúka stríðinu gegn jarðefnaeldsneyti. Stöðva innflytjendur þar til hver einasti Bandaríkjamaður sem getur unnið, hefur mannsæmandi vinnu á framfærslulaunum.
  4. Bindum endi á kynvæðingu barna okkar í skólum. Verndum okkar viðkvæmustu borgara. Þeir eru framtíðin.
  5. Krefjumst þess að skólar séu leið til atvinnu. Endurskoðum hvernig við menntum Bandaríkjamenn til framtíðar.
Samstarfssamningur Sameinuðu þjóðanna og WEF er Trójuhestur

Miklar áhyggjur eru innan alls samfélagsins og sérstaklega hins opinbera á heimsvísu vegna þeirra margvíslegu mála sem verið er að breyta samkvæmt forgangsröðun alþjóðlegra stjórnarhátta. Þessar breytingar hafa verið í gangi í áratugi og koma núnar skýrar í ljós. Styrkleiki hins margþátta og reglubundna lýðræðislega ferlis og lýðræðisskipulags hefur verið að engu gerður með stöðugum athöfnum fjölmargra hagsmunaaðila. Formlegt samstarf milli ríkisstofnana og fyrirtækja og einkahagsmuna hefur verið myndað (sjá Samkomulag um fullt samstarf SÞ og WEF – júní 2019 á pdf að neðan). Með þessari sameiningu hafa völd verið færð frá lýðræðiskjörnum hagsmunum yfir til ókjörinna fyrirtækja og einkahagsmuna sem núna hafa völd og markmið. Áætlanir þeirra koma fram í ýmsum „dagskrám“ þeirra. Þetta er í rauninni svo einfalt en engu að síður gríðarlega flókið í birtingarmynd.

Á alþjóðavettvangi fela þessar dagskrár í sér t.d. sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er eins og Trójuhestur sem ætlað er að koma í gegn markmiðum WEF með fjórðu iðnbyltingunni. Lokatakmarkið er að skapa heim gervigreindar, þar sem litið er á jarðarbúa sem stafrænar einingar.

UN WEF Partnership Framework
author avatar
Gústaf Skúlason

2 Comments on “Douglas Macgregor: Glóbalisminn er óvinur fólksins”

  1. „ein þjóð með einn tilgang: frið heima og velmegun erlendis“

    Er það ekki velmegun heima og friður erlendis?

  2. Takk fyrir ábendinguna. Rétt athugað, búinn að leiðrétta.

Skildu eftir skilaboð