Frelsum Dr. Reiner Fuellmich

Gústaf SkúlasonCOVID-19, Erlent, Gústaf Skúlason, Lyfjaiðnaðurinn3 Comments

Margir eru undrandi yfir, hvað varð um alþjóða leiðtoga baráttunnar gegn Covid-19, Þjóðverjann Dr. Reiner Fuellmich. Hann var í fremstu víglínu löglegra aðgerða gegn svikum lyfjarisanna en hvarf allt í einu af sjónarsviðinu, þegar hann var handtekinn í Mexíkó og færður með valdi til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem þýsk yfirvöld handtóku hann. Frá því í nóvember stendur yfir undirskriftar- og fjársöfnun til stuðnings Dr. Reiner Fuellmich. Farið er fram á að Doktor Reiner Fuellmich verði tafarlaust látinn laus. Hann situr í varðhaldi og talað er um ákæru vegna fjársvika í einkamáli sem réttlætir engan vegin milliríkjaafskipti eins og um eftirlýstan alþjóðlegan glæpamann sé að ræða. Hægt er að skrifa undir stuðningsyfirlýsinguna og einnig að styrkja fjárhagslega. Hér að neðan eru hlutar bréfsins með söfnuninni birtir í lauslegri þýðingu:

Hvers vegna þessi undirskriftarsöfnun skiptir máli.

– Þetta bréf er skrifað fyrir hönd milljóna manna og sálna sem tengjast Dr Reiner Fuellmich og hafa gert í meira en 3 ár. Margir þessa fólks segir, að Dr Reiner hafi bjargað lífi þeirra. Án hugrekkis hans, nærveru, styrks, bross, góðvildar, heiðarleika, þekkingar, æðruleysis, gáfna með fleiru, þá hafa sumir staðfest, að þeir hefðu annars framið sjálfsmorð. Reiner Fuellmich bjargaði mörgum mannslífum. Dr Fuellmich var eini vinur fjölda óttasleginna einstaklinga sem voru einir á tíma mikils kvíða. Við verðum að skilja að fyrir milljónir manns er Dr Reiner Fuellmich hetja, bjargvættur og besti vinur.

Dr. Reiner Fuellmich er í haldi sem pólitískur fangi

– Við þurfum Dr Reiner Fuellmich! Þýskaland flutti Dr Fuellmich ólöglega frá Mexíkó (vegna þess að Mexíkó er ekki hluti af Evrópusambandinu) þann 12. október síðastliðinn og handtók hann í Frankfurt daginn eftir. Líf fjölmargra er í uppnámi vegna handtökunnar. Við höfum heyrt frá ótrúlega mörgum sem segjast varla geta sofið né snætt eða unnið eðlileg störf eða átt eðlilegt líf eftir að Dr Fuellmich var rænt. Þett segja alþjóðlegir lögfræðingar og sérfræðingar: Þýskaland rændi Dr Reiner Fuellmich af pólitískum ástæðum. Gera þýsk yfirvöld og þýska dómskerfið sér grein fyrir þeim skaða sem þau hafa valdið þúsundum manna með því að halda Dr Fuellmich, saklausum og heiðarlegum manni (sönnunargögn finnast) innilokuðum sem pólitískum fanga?

Fyrirsátur þegar Fuellmich hjónin sóttu vegabréf í Mexíkó

Við vitum öll að Dr Reiner Fuellmich er saklaus. Við teljum að þýsk yfirvöld og þýska dómskerfið viti það líka. Sannanir eru til staðar og augljósar. Þess vegna fylgjumst við með ykkur þýsk yfirvöldum og dómskerfinu. Við erum í sambandi við alþjóðlega lögfræðinga vegna þess að við teljum að þetta sé þýskt valdarán, ólögleg aðgerð af hálfu Þýskalands…. Við vitum að ólöglegt fyrirsátur var gert við handtöku Dr. Fuellmich. Við vitum að Fuellmich hjónin ætluðu að sækja tímabundin vegabréf sín á flugvellinum. Við vitum líka að enginn þýskur ræðismaður var viðstaddur heldur 6 embættismenn mexíkönsku innflytjendaskrifstofunnar sem leituðu að Reiner Fuellmich og tóku hann með sér. Þetta er gróft brot á alþjóðalögum.

Þýskaland greiddi Mexíkó fyrir að fljúga Fuellmich til Þýskalands

–Var vegabréfum þeirra hjóna stolið til að hægt væri að komast að Dr. Fuellmich og og ræna honum? Var hann handtekinn í Frankfurt eða í Tijuana (sem er ólöglegt vegna þess að Mexíkó er ekki hluti af Evrópusambandinu)? Við vitum núna, að Þýskaland borgaði fyrir flugmiða embættismanna Mexíkó fram og til baka sem fylgdu Dr. Reiner Fuellmich til Frankfurt eftir að honum var rænt…. Venjulega er enginn úthýstur frá Mexíkó vegna ógildrar vegabréfsáritunar. Sérstaklega ekki ef vegabréf eru stolin eða týnd og viðkomandi hefur sótt um ný vegabréf.

Reiner Fuellmich leiddi okkur í gegnum myrka tíma, núna leiðum við Reiner í gegnum hans.

Ríkissaksóknarinn í Göttingen byggði handtökuskipun Dr Fuellmich á sakamálakæru sem lögð var fram af þremur Berlínarlögfræðingum. Tveir þeirra voru meðlimir Kórónunefndarinnar. Saksóknarinn sem las upp kæruna furðaði sig á því, að málið skyldi yfirleitt hafa verið tekið upp sem sýnir, að handtaka Reiner Fuellmich var í pólitísk. Peningar sem Fuellmich er sagður hafa tekið eru í vörslu kærandans… Eru þýsk yfirvöld og dómskerfið að nota Dr Reiner Fuellmich sem dæmi til að koma í veg fyrir að annað fólk segi sannleikann?

Það verður tafarlaust að láta Dr Reiner Fuellmich lausan úr varðhaldi. Aðgerðir Þýskalands eru ógildar og ólöglegar. Við munum ekki hætta fyrr en Dr Reiner Fuellmich verður leystur úr fangelsi.

3 Comments on “Frelsum Dr. Reiner Fuellmich”

  1. Að þeir skulu voga sér að handtaka hann, sýnir hve skítlegt eðli er í gangi hjá þeim. Og allt er gert til að koma í veg fyrir birtingu sannleikans. Heimurinn hefur fylgst með verkum hans og vita að hann er sannur og heiðarlegur.

  2. Mikið er ég sammála Ástu Björg. Hann ,Reiner Fullmich, sýndi mikinn kjark og þor, fyrir allan almenning. Og við skuldum honum stuðning og alla þá hjálp sem við getum.

Skildu eftir skilaboð