Yfirlýsing Carlo Maria Viganò erkibiskups vegna transdags Hvíta hússins á páskadag

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Transmál, Trúmál3 Comments

Carlo Maria Viganò erkibiskup, fyrrverandi postullegur sendiboði í Bandaríkjunum, hefur opinberlega gagnrýnt yfirlýsingu Joe Biden um þjóðardag transfólks í Bandaríkjunum þann 31. mars: „Sýnileikadag transfólks.“ Erkibiskupinn bendir á tilviljunina með páskadegi í ár og segir yfirlýsingu Bandaríkjaforseta „fordæmalausa og hneykslanlega.“

Hvetur til samþykktar á „fullkomnum óverðugleika“ Joe Biden til að gegna embætti forseta

Carlo Viganò lítur á boðun transdagsins á páskadag sem beina móðgun við lögmál Guðs og alvarlega móðgun við trúaða um allan heim. Erkibiskupinn var hispurslaus og dró lögmæti Biden sem forseta í efa og vitnaði í „sviksamlegar og svívirðilegar aðgerðir“ í forsetakosningunum 2020. Hann hvatti enn fremur bandaríska ríkisborgara og fulltrúa ríkisstjórnarinnar til að viðurkenna „fullkominn óverðugleika“ Joe Biden til að gegna embættinu. Hann segir Joe Biden bannfærðan frá kirkjunni og eig að úthýsa úr öllum krikjum

Hér að neðan er yfirlýsing Carlo Maria Viganò í lausri þýðingu. Þar fyrir neðan er yfirlýsingin á ensku:

– Orðið Apocalipse á grísku þýðir afhjúpun, opinberun. Þessi opinberun í hinni heilögu ritningu varðar fyrst og fremst hlutlægan veruleika góðs og ills. Það er sameiginleg vitund um áframhaldandi stríð milli Guðs og Satans, milli barna ljóssins og barna myrkursins.

Hin fordæmalausa og hneykslanlega boðun 31. mars sem „Sýnileikadags transfólks“ af sjálfteknum Bandaríkjaforseta Joe Biden – sem þorir að lýsa sig kaþólskan – er mjög alvarleg mógðun við Guð og milljónir kaþólikka og kristinna manna í Bandaríkjunum og út um heim, sem ógjörningur er að bregðast við nema með tilhlýðilegri festu.

Lýsir Joe Biden bannfærðan og brottrækan úr kirkjunni

Ég hvet bandaríska ríkisborgara og fulltrúa þeirra í ríkisstjórninni til að viðurkenna fullkominn óverðugleika Joe Biden til að gegna embætti stofnunar. Það er vel þekkt, að hann beitti sviksamlegum og svívirðilegum aðgerðum til að ná fram í forsetakosningunum 2020. Ég bið bræður mína í biskupsdæminu og presta að viðurkenna, að Joe Biden hefur hlotið latæ sententiæ bannfæringu og sem slíkur þá verður að reka hann úr kirkjunum og ekki hleypa honum inn í samfélagið. Ég skora á kaþólikka og alla kristna að biðja þess, að á þessum hátíðlega páskadegi muni hinn upprisni Drottinn miskunna Bandaríkjum Ameríku og binda endi á árásir afla vítis sem leyst hafa verið úr læðingi í dag – meira en nokkru sinni fyrr.

Allt mannkyn er að vakna af dvala sem hefur staðið allt of lengi:
  • lífi saklausra er ógnað með fóstureyðingum, líknardrápi, ígripum og misnotkun;
  • heilbrigði borgaranna er vísvitandi sett í hættu með tilraunastarfsemi sem hefur sýnt sig vera líffræðilegt vopn til að fækka mannkyni;
  • alger siðferðisspilling æðstu stétta borgaralegra yfirvalda er nú augljós í stöðu þræla hjá glæpasamtökum í alþjóðlegu valdaráni;
  • sífellt hrokafyllri sýning fjölmiðla og menningar- og afþreyingarheims á Satansdýrkun sýnir okkur heim sem er fullur af ógnvekjandi ranghugmyndum sem hrópa til himna um hefnd;
  • brjálæðisleg ögrun heimsátaka krefst mannslífa til að grafa niður hræðileg kynferðis- og fjármálahneyksli valdhafa sem núna eru óvinur meðborgaranna.

Ekki er lengur hægt að fela eða afneita hinu Lúsiferíska hatri á Guði og Drottni vorum Jesú Kristi. Þetta er opinberunin sem afhjúpast okkur, þar sem þjónar myrkursins hæðast ögrandi og fagna saurlífi og löstum á hinum heilaga degi, þegar við heiðrum upprisu Drottins vors Jesú Krists.

Biden og rétttrúnaðurinn í tortímandi, brjáluðum dansi beint í hyldýpið

Kristnir menn eru smám saman útskúfaðir úr borgaralegu samfélagi og álitnir ógn við niðurrifsverkefni Nýju heimsreglunnar, á meðan minnihluti hinna illvígu og öfugsnúnu segist gera frávik sín að alhliða staðli. „Sýnileiki“ Bidens og hugmyndafræði rétttrúnaðarins fagna í tortímandi, brjáluðum dansi ofan í hyldýpið.

Standið upp, börn ljóssins: standið upp og hefjið raust yðar, því að andspænis þessum glæpum verður þögnin samsek. Rísið upp, kristnir menn: rísið upp til að afstýra plágunni sem vofir yfir þjóðunum vegna stolinna og rangsnúinna valda. Guð kallar yður til að vera vottar sínir, berjast fyrir því góða og fordæma samsæri yfirvalds sem er opinberlega er undirgefið Satan.

Megi hinn upprisni Kristur, sigursæll yfir dauða og synd, kveikja í þér trú, kærleika og heilagt hugrekki á þessu mikilvæga stigi mannkynssögunnar. Surrexit Dominus vere: alleluia, alleluia!

3 Comments on “Yfirlýsing Carlo Maria Viganò erkibiskups vegna transdags Hvíta hússins á páskadag”

  1. Þetta er mjög einfalt, það er andlegt stríð í gangi í heiminum, á milli Ljóssins og Myrkursins. Við megum ekki láta hið illa vinna og steypa heiminum í glötun.

Skildu eftir skilaboð