Erdogan tapar fylgi í stærstu borgum Tyrklands

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, UtanríkismálLeave a Comment

Kosningar hafa farið fram í tveimur stærstu borgum Tyrklands. Erdogan forseti hafði vonast eftir sigri en í staðinn tapaði hann með miklum mun. Núna á eftir að koma í ljós, hvernig pólitísk framtíð hans lítur út.

Tyrkir kusu nýlega í borgarstjórakosningum í nokkrum borgum víðs vegar um Tyrkland. Þegar meirihluti atkvæða var talinn var ljóst að kosningarnar voru mikill ósigur fyrir Recep Tayyip Erdogan forseta. Stjórnarflokkur hans, AKP, tapaði meðal annars í tveimur stærstu borgum Tyrklands: Istanbúl og höfuðborginni Ankara, segir í frétt Reuters.

Stjórnarandstöðuflokkurinn CHP sigraði bæði í Istanbúl, Ankara og 15 öðrum borgum. Í forsetakosningunum 2023 tapaði CHP fyrir AKP með nokkurra prósentu mun.

Ekki ósigrandi

Thomas Thorén hjá sænska sjónvarpinu SVT, telur að kosningaúrslitin feli í sér gífurlegt áfall fyrir Erdogan, bæði pólitískt og sálfræðilega. Úrslitin sýna að Erdogan er ekki „ósigrandi.“

Erdogan hefur áður tilkynnt að sveitarstjórnarkosningarnar í vor verði hans síðustu. Það bendir til þess, að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum árið 2028. Þótt fjögur ár séu til kosninga mun eflaust koma í ljós hvaða möguleika AKP hefur án Erdogans og án borgarstjórnanna í Istanbúl og Ankara.

 

 

 

Skildu eftir skilaboð