Mótmæli gegn ríkisstjórn Ísrael

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, StríðLeave a Comment

Langvarandi óánægja með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur blossað upp á ný samtímis sem Netanyahu reynir að halda ríkisstjórninni saman.

Á sunnudag söfnuðust 10.000 (samkvæmt sumum heimildum yfir 100.000) Ísraelsmenn saman til að mótmæla Ísraelsstjórn og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Ástæðan eru endurtekin mistök stjórnvalda við að fá landsmenn sína lausa sem Hamas tók í gíslingu í árásinni 7. október 2023, segir í frétt Sky News.

Eftir fangaskipti eru um 100 manns enn í gíslingu og áhyggjur fara vaxandi um að ekki verði hægt að fá gíslana lausa. Mótmælt hefur verið að undanförnu til að þrýsta á stjórnvöld og voru mótmælin á sunnudag þau stærstu til þessa. Vorið 2023 voru mikil mótmæli gegn stjórnvöldum en hlé var gert á þeim þegar stríðið við Hams braust út.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels

Vilja fá nýjar kosningar

Áhersla stjórnvalda er að brjóta Hamas niður, en aðstandendur gíslanna telja að semja eigi við Hamas til að tryggja öryggi gíslanna. Auk kröfunnar um að fá gíslana heim kröfðust mótmælendur nýrra kosninga núna í stað 2026. Bróður og mágkonu Boaz var rænt þann 7. október  og Boaz segir í viðtali Sky News:

– Við teljum að enginn af gíslunum verði sleppt með núverandi ríkisstjórn, því þeir eru uppteknir við annað en gíslaviðræður.“

Gæti fellt ríkisstjórnina

Mótmælin beindust einnig gegn skilmálum sem rétttrúnaðargyðingar hafa varðandi herþjónustu, segir í frétt Reuters.  Venjuleg ísraelsk ungmenni eru kölluð til herþjónustu en rétttrúnaðarnemar eru undanþegnir herskyldu.

Ef Netanyahu myndi velja að hefja herkvaðningu rétttrúnaðargyðinga í herinn, þá gæti hann stefnt allri ríkisstjórn sinni í hættu. Flokkur hans, Likud, er háður stuðningi trúarlega róttækra flokka sem eru hluti af ríkisstjórnarsamstarfinu.

Skildu eftir skilaboð