Trump boðar þjóðhátíðardag fyrir „sýnileika kristinna“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Kosningar2 Comments

Joe Biden lýsti því yfir á Páskadag, að dagurinn yrði þjóðardagur fyrir „sýnileika transfólks“ í Bandaríkjunum. Að Biden skyldi nota sjálfan páskadaginn, upprisuhátíð kristinna, til slíkrar yfirlýsingar hefur vakið mikla andúð meðal kristinna. Donald Trump kom með mótbragð á kosningafundi nýverið í Wisconsin. Hann sagðist ætla að lýsa kosningadaginn 5. nóvember, þegar hann verður endurkjörinn forseti, sem þjóðardag fyrir „sýnileika kristinna.“ Trump skrifar á samfélagsmiðil sinn, Sannleikann:

„Hvað var Biden að hugsa þegar hann lýsti því yfir að páskadagur væri sýnileikadagur transfólks? Þvílík vanvirðing við kristna menn. Vitið hvað mér finnst?!

Næstkomandi 5. nóvember verður kristinn sýnileikadagur, þegar kristnir mæta í slíkum fjölda sem enginn hefur séð áður!“

 

 

 

2 Comments on “Trump boðar þjóðhátíðardag fyrir „sýnileika kristinna“”

  1. Þetta var gott kosningatrix hjá Trump. Þetta kemur honum lengra en margann grunar.

Skildu eftir skilaboð