Loftslagssköttum mótmælt í Kanada: „Höggvum skattinn“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Kolefniskvóti, LoftslagsmálLeave a Comment

Mikil mótmæli eru í gangi í Kanada. Þúsundir vörubílstjóra, bænda og annarra hafa farið út á götur til að mótmæla nýju koltvísíringsgjaldi ríkisstjórnarinnar. Viðbrögð ríkisins eru að senda þungvopnaða lögreglumenn gegn mótmælendum eins og sjá má á myndböndum neðar á síðunni.  Kanadamenn eru undir miklum þrýstingi vegna hárra skatta frá skilningslausri ríkisstjórn undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra.

Slær hart gegn bændum og vöruflutningafyrirtækjum

Á miðvikudaginn fóru þúsundir vörubílstjóra, bænda og gangandi vegfarenda út á götur til að mótmæla háum sköttum. Mótmælin beinast aðallega að koltvísýringsgjaldinu sem er orðið að áþreifanlegu vandamáli fyrir Kanadabúa.

Bændur og bílstjórar verða fyrir áhrifum í meira mæli en venjulegt fólk því þeir eru algjörlega háðir eldsneyti til að geta rekið fyrirtæki sín.

En hinir háu koltvísýringsskattar bitna líka á venjulegu fólki sem þarf að borga meira fyrir mat og aðrar hversdagsvörur.

„Höggvum skattinn“

Í nokkrum myndum frá mótmælunum sjást skilaboðin „Axe The Tax“ sem þýðir að setja eigi skattinn undir öxina.  Samkvæmt mörgum heimildum á X er ástandið orðið svo skelfilegt, að venjulegir Kanadamenn hafa varla efni lengur á að kaupa mat. Hin nýja 23%  hækkun á kolefnisgjaldi mun „gera út af við venjulegt fólk.“

Þungvopnuð lögregla

Rétt eins og oft áður, bregðast kanadísk stjórnvöld við með því að skipa lögreglu landsins til að mæta mótmælunum. Á mörgum myndböndum má sjá þungvopnaða lögreglumenn standa vörð andspænis mótmælendum. Að sögn vitna á vettvangi neitar lögreglan að svara spurningum um hvers vegna hún er þar.

Sjá má myndskeið af mótmælunum hér að neðan:

 

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð