Rússar segja „öryggisþjónustu Úkraínu“ ábyrga fyrir hryðjuverkinu í Moskvu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Hryðjuverk1 Comment

Rússar benda á leyniþjónustu Úkraínu og einnig Bandaríkin vegna hryðjuverkaárásarinnar í tónleikasal Crocus, Moskvu, í mars, að því er Tass-fréttastofan greinir frá.

Nikolay Patrushev, framkvæmdastjóri öryggisráðs Rússlands, fullyrðir að hryðjuverkaverkið í Crocus-miðstöðinni 22. mars tengist úkraínsku öryggisþjónustunni.

Bandaríkin sögðu strax, að Úkraína hefði ekkert með árásina að gera heldur væru það íslamistar frá ISIS-K.

Patrushev bendir á, að mikilvægt sé að komast að því „hver sé höfuðpaurinn“  að baki árásinni þegar 144 manns voru myrt með köldu blóði og 551 særðir. Nikolay Patrushev sagði á fundi á miðvikudag, að sögn Tass:

„Sporin leiða til úkraínskra leyniþjónustumanna. En allir hljóta að gera sér grein fyrir því, að stjórnin í Kænugarði er ekki sjálfstæð heldur að fullu undir stjórn Bandaríkjanna. Það verður að hafa í huga að ISIL og al-Qaeda og aðrir hryðjuverkahópar voru stofnaðir af Washington.“ 

Að sögn Patrushevs voru gerendurnir og vitorðsmenn þeirra handteknir þegar þeir reyndu að komast inn í Úkraínu þar sem undankomuleið hafði verið útbúin fyrir flótta þeirra.

Úkraína neitar með öllu aðild að verknaðinum.

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Rússar segja „öryggisþjónustu Úkraínu“ ábyrga fyrir hryðjuverkinu í Moskvu”

Skildu eftir skilaboð