100 miljarðar dollarar eiga að „bjarga“ Úkraínu frá Trump

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NATOLeave a Comment

Nató ætlar að senda 100 milljarða dollara til viðbótar – sem samsvarar tæplega 14 billjónum íslenskra króna – til Úkraínu. Fjárfestingin er gerð að sögn til að „verja“ áætlanir hernaðarbandalagsins í Austur-Evrópu gagnvart hugsanlegum sigri Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust.

Politico skrifaði um þessa miklu áætlun á þriðjudaginn. Fréttasíðan í Washington hefur rætt við tvo ónefnda stjórnarerindreka sem upplýsa, að Nató sé að skissa á fimm ára fjármögnunaráætlun fyrir Úkraínu upp á 100 milljarða dollara.

Bakgrunnurinn er ótti við, að Donald Trump vinni forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Repúblikanar á bandaríska þinginu halda áfram að koma í veg fyrir 60 milljarða dollara hjálparpakka – peninga fyrir vopn sem sárvantar á vígstöðvunum gegn Rússlandi.

Gert er ráð fyrir að Trump, ef hann vinnur, semji um endalok stríðsins og neyði líklega Úkraínu til að afsala sér landi.

Skildu eftir skilaboð