Eiríkur Ingi býður sig fram til forseta Íslands: afreksmaður og sjóhetja

frettinInnlent, KosningarLeave a Comment

Eiríkur Ingi Jóhannsson hefur boðið sig fram til forseta Íslands. Eiríkur varð landsþekktur þegar hann komst einn lífs af þegar tog­ar­inn Hall­grím­ur fórst und­an strönd­um Nor­egs, fjórir menn fórust í slysinu. Þá er Eiríkur einnig afreksmaður í hjólreiðum og má hér lesa frétt þar sem hann rústar fyrra meti í WOW Cyclot­hon hjólreiðakeppninni.

Framboðsræða Eiríks í heild sinni og hljóðbrot má finna hér neðar:

Komið sæl kæru landar

Ég Eiríkur Ingi Jóhannsson hef lengi hugað til embætis forseta lýðveldis okkar og til margra ára hefur mér fundist það kalla til mín, Á þessum árum hef ég reynt að lesa í þessar tilfinningar og átta mig á hvort embættið er farvegur sem ætti við mig, Ekki er ég maður athygli eða valda þótt lífið hafi vissulega reynt á og leitt mig fyrir almennings sjónir.

Fyrir manneskju sem nýtur sín í fámenni og einveru hefur það verið mikil lífreysla að deila með ykkur hluta af mínu lífi.  Sú ákvörðun að deila hluta af minni lífreynslu með ykkur hefur reynst öllum viðkomandi vel svo ég viti og ekki annað en styrkt mig. Lífsreynslur er jú það sem við gerum úr þeim. Ég tel mig betri manneskju eftir allt það sem mitt líf hefur lagt á mig þótt vissulega hafi lífið stundum reynt á sálina, bæði í einkalífinu, starfi og á hinum opinbera vettvangi.

Ég hef lært að lífið fari í sinn besta farveg ef ég hlusta á minn innri mann og því hef ég ákveðið að reyna að komast að sem forseta frambjóðandi og leita því til ykkar, Ég verð vonandi málefnalegur og næ hylli ykkar.

Forseti þarf, að mínu mati fyrst og fremst að hafa skiling á þeirri stjórnaskrá sem hann heitir eið eða drengskapar heit við embætis töku sinni og vinni samkvæmt henni, Forseti lýðveldisins þarf að hafa  gott innsæi, kænsku og geti verið séður hvert málefni þjóðarinar geta leitt.

Góður forseti vinnur best í trúnaðar-samtölum, þar sem hann reynir að beita áhrifum sínum ef þörf er á.

Ef svo fer á forseti að nota það vald sem honum er veitt samkvæmt stjórnaskrá lýðveldisins til að grípa í þegar einstaka mál krefjast þess.

Vald er vand-með-farið. Verður forseti að hafa þann eignleika að geta lagt til hliðar persónu legar skoðanir og koma að öllum málum með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Forseta ber að gæta þess að lög samræmist stjórnaskrá og passa upp á að minnihlutinn verði ekki fyrri ágangi meiri hlutans.  Vera hlutlaus gegn öllum stjórnmálaöflum og gæta sanngirni bæði gagnvart ríkisráði, þingi og fyrst og fremst almenningi landsins...

Ég tel mig geta vaxið í þessu hlutverki, Ég segi vaxið því enginn skóli, störf né lífreynsla gerir manneskju að forseta. Allir forsetar þurfa að aðlaga sig að sínu hlutverki.

Það er mikil fórn að stíga úr sínu lífi og setja sig í það hlutverk að vera forseti lýðveldisins þar sem heil þjóð horfir til manns af væntingu um að þú sért sá forseti sem þau sjá fyrir sér. Hvert spor eftir embætis töku ert þú forseti þjóðarinnar bæði í leik og starfi. Margt úr fyrra lífinu þarf  þá að lúta fyrir þessu nýja hlutverki.

Á þessari leið minni að tilkynna ykkur að ég Eiríkur Ingi Jóhannsson er tilbúinn að verða forseti  þjóðarinnar. Hef ég gengið milli fyrirtækja og heimila til að kanna viðhorf fólks til þessa áforma minna. Oft hef ég gefið mér tíma að spjalla við fólk um þjóðmálin og embætið og fengið góðar mótökur. Hef ég séð að þetta stóra skref eigi erindi við mig. Hef ég því ákveðið að halda áfram að leita til ykkar.

Ég er komin vel á veg með meðmælendasöfnun mína á  pappír. Mun ég halda áfram að leita til ykkar og opna á næstunni rafræna söfnum meðmælanda á island.is

Það er ljóst að mörg stór mál hvíla á þjóðinni, sum hafa leigið lengi án úrlausnar. það er skylda þeirra sem við kjósum til þessara verka að koma þeim málum áfram og ná ásættanlegri niðurstöðu.

Ég lofa að beita mér fyrir farsælli niðurstöðu þeirra og vera þjóð okkar til sóma.
Ég mun ávallt vinna eftir þeirri stjórnaskrá sem við eigum.

Ég óska öllum gæfu í leitinni að næsta forseta lýðveldisins.
Þökk fyrir áheyrnina.

Lengi lifi Ísland.

Eiríkur er fráskilinn fjögurra barna faðir, og á börn á aldrinum 14-24 ára.

Menntun:

Vélvirki
Rennismiður
Skipstjórnarskólinn ótakmarkað
Vélfræðingur
Rafvirki
Rafvélavirki
Tækniköfunar kennari IANTD
Sveinspróf í Rafvirkjun og Vélvirkjun.
Hann hefur einnig unnið sér rétt til sveinsprófstöku í Rafvélavirkjun og Rennismíði.


Hægt er að mæla með Eiríki á Ísland.is hér.

Skildu eftir skilaboð