Google er eftirlitsstofnun – Svona geturðu „afgúglað“ líf þitt – síðari hluti

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, RitskoðunLeave a Comment

Dr. Joseph Mercola

Dr. Joseph Mercola skrifaði grein um Google sem birtist nýlega á vefsíðu Children´s Health Defence. Mercola fer í gegnum störf Googles sem safnar gríðarlega miklum upplýsingum um hvert okkar og selur til auglýsingafyrirtækja. Jafnframt geta óprúttnir fjármálajöfrar og yfirvöld keypt sams konar aðgang að þjónustu Google og látið loka síðum keppinauta og stjórnmálaandstæðinga. Á endanum hefur tæknirisinn mikil áhrif á skoðanamyndun með því að ákveða, hvað við fáum að sjá og hverju er haldið leyndu fyrir okkur, þegar við erum að leita að upplýsingum á netinu. Fæstir gera sér grein fyrir því, hvernig Google er farið að stjórna lífum okkar. Mercola kemur með ráð um hvernig við getum „afgúglast.“ Þetta er síðari hluti greinar hans, fyrri hlutann má skoða hér.

Segðu bless við Google

Í gegnum árin hef ég haft miklar áhyggjur af veldi gagnavinnslu Google og innrás í öll hugsanleg svið daglegs lífs okkar, allt frá heilsugæslu og líkamsrækt til menntunar og fjármála. Áhrif Google eru svo mikil en samt svo hulin, að flestir hafa einfaldlega ekki hugmynd um hversu mikið eftirlit er haft með þeim er í raun og veru. Flest okkar myndum harðneita því, að eitthvað eins einfalt og leitarniðurstöður Google geti haft áhrif á okkur til að hugsa á ákveðinn hátt um eitthvað efni en rannsóknir sýna greinilega að þessi tegund lævísra áhrifa eru mjög öflug.

Robert Epstein, Ph.D., háttsettur rannsóknarsálfræðingur hjá „American Institute of Behavioral Research and Technology“ sem hefur eytt síðasta áratug starfsferils síns í að afhjúpa stjórnunar- og villandi vinnubrögð Google, hefur einnig sýnt fram á hversu auðveldlega Google getur breytt stjórnmálalegu og samfélagslegu ástandi.

Án Google getur draumur tæknikratanna um eina alheimsstjórn líklega aldrei ræst, því hann byggir á samfélagslegum áhrifum og gervigreind. Google er þar fremst í flokki á báðum sviðum og hefur getu til að hafa eftirlit með öllum landsmönnum. Eins og Epstein tók fram í viðtalinu að ofan, þá ógnar Google samfélaginu á þrjá sérstaka vegu:

Þeir eru eftirlitsstofnun með verulegt en falið eftirlitsvald – Google leitarvél, Google Seðlaveskið, Google Gögn, Gmail, Google Drive og YouTube – allt eru þetta tæki notuð til eftirlits. Frá sjónarhóli Google, þá er þýðing þessara kerfa hæfni þeirra til að safna mjög nákvæmum upplýsingum um þig sem einstakling. Flest þessara kerfa bjóða upp á ókeypis þjónustu af þeirri einföldu ástæðu, að ÞÚ ert varan sem verið er að selja þriðja aðila.

Þeir eru ritskoðunarstofnun með getu til að takmarka eða loka fyrir aðgang að vefsíðum á netinu og ákveða þannig hvað fólk fær að sjá eða er falið. Þó að kafli 230 í samskiptalögum frá 1996 geri tjáningarfrelsi mögulegt fyrir alla, þá gerir hann einnig Google og öðrum netkerfum kleift að sía út og ritskoða það sem þeir vilja.

Stærsta vandamálið við þessa tegund ritskoðunar á Internet er, að þú veist ekki hvað það er sem þú veist ekki. Ef ákveðin tegund upplýsinga er fjarlægð úr leit og þú veist ekki að þær ættu að vera til staðar, þá muntu aldrei leita að þeim. Þegar þú leitar að upplýsingum á netinu, hvernig átt þú að vita að tiltekin vefsetur eða síður hafa verið fjarlægðar úr leitarniðurstöðunum? Svarið er: þú veist það ekki.

Google hefur til dæmis fjárfest í vistun á DNA upplýsingum í nokkuð langan tíma og bætir upplýsingum um persónulegt DNA við aðrar upplýsingar um okkur. Samkvæmt Epstein hefur Google tekið yfir vistun DNA á landsvísu, en greinar um þau mál – sem hann hefur vísað til í eigin skrifum – eru allar horfnar.

Þeir hafa vald til að hagræða almenningsálitinu með leitarröðun og öðrum leiðum og breytingarnar sem það veldur með áhrifum á hugsun eru bæði fljótvirkar og í gríðarlegu magni. Epstein hefur til dæmis sýnt fram á, að Google hefur getu til að breyta afstöðu óákveðinna kjósenda um heil 48% – 63%. Google hefur vald til að ákveða 25% af alþjóðlegum kosningum. Það sem meira er, þessi inngrip eru algjörlega ógreinanleg og órekjanleg.

Hinar mörgu ástæður til að hætta að nota Google

Sem notandi eru margar ástæður til að afgúgla líf þitt, þar á meðal eftirfarandi:

Persónuverndaráhyggjur – Þjónusta Google, þar á meðal leit, tölvupóstur og landakort, safna miklu magni af persónulegum gögnum eins og hvaða síður þú skoðar, staðsetningargögn og fleira. Þessi gagnasöfnun er óaðskiljanleg viðskiptamódeli þeirra, sem leggur áherslu á stýrðar auglýsingar. Aðrar áhyggjur af persónuvernd fela í sér eftirfarandi:

  • Fylgst með dvalarstað þínum allan sólarhringinn — Árið 2022 kærðu fjórir ríkislögfræðingar Google fyrir villandi vinnubrögð við söfnun staðsetningargagna, þar sem haldið er áfram að rekja staðsetningu jafnvel eftir að notendur hafa slökkt á henni. Með því að spora Google dagatalsfærslur þínar ásamt upplýsingum um staðsetningu þína, þá veit Google líka hvaða viðburði þú hefur sótt, hvenær og hversu lengi.
  • Innbyggð vefmyndavél þín í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni eða tölvunni er notuð með ýmsum öppum.
  • Ævilöng ljósmyndagögn — Fyrir tuttugu árum voru myndir einkamál, rifjaðar upp í myndaalbúmum og birtar á heimilinu. Í dag er líf fólks til sýnis á netinu og Google fangar þetta allt. Þegar þær eru notaðar með andlitsgreiningarhugbúnaði og öðrum tæknilegum auðkenningarforritum, þar á meðal lýsigögnum sem lýsa tíma og stað allra smella, þá verða myndirnar þínar fjársjóður einkaupplýsinga.
  • Ævilöng samskipti – Google hefur líka hvern einasta Gmail tölvupóst sem þú hefur sent, móttekið og eytt.
  • Tölvupósturinn þinn er ritskoðaður – Google getur líka ritskoðað tölvupóstinn þinn og við höfum sannanir fyrir því að það sé gert. Þó að um 50% áskrifenda okkar noti Gmail, þá er afhendingarhlutfall Gmail HELMINGUR allra tölvupóstþjóna eins og ProtonMail – Það er mun lægra en hjá nokkrri annarri tölvupóstþjónustu. Ef þú notar Gmail til að fá fréttabréfið okkar skaltu breyta því strax. Ef þú notar Gmail þarftu að skilja að þeir ritskoða pósthólfið þitt án þess að þú hafir hugmynd um það.
  • Eyddar skrár og upplýsingar — Þú eyðir líklega skrám og upplýsingum öðru hvoru til öryggis, ekki satt? Þú gætir ákveðið að eyða þessum lykilorðalista úr símanum þínum, til dæmis ef þú týnir honum eða það verður brotist inn í hann. Google hefur samt áfram allar þessar upplýsingar.

Markaðsráðandi og einokunarhegðun – Yfirburðastaða Google sem leitarvélar, myndbandshýsingu (YouTube) og farsímastjórnunarkerfi (Android) kæfir samkeppni, sem getur leitt til minni nýsköpunar og færri valkosta fyrir neytendur.

Gagnaöryggi – Þó að Google segist vera með sterkar öryggisráðstafanir er engin þjónusta ónæm fyrir gagnabrotum eða öryggisgöllum. Miðað við hið mikla magn af persónulegum gögnum sem Google safnar, gæti innbrot í gögn haft víðtæk áhrif.

Bergmál og áhrif af síum  – Persónulegar leitar- og fréttaniðurstöður Google geta skapað „bólur úr síuðu“ efni.  Notendur eru líklegri til að sjá upplýsingar, sem eru falla að fyrri hegðun þeirra, sem hugsanlega takmarkar sýningu á mismunandi sjónarhornum. Það gæti leitt til „bergmáls upplýsinga.“

Ósjálfstæði og gagnalæsing – Að treysta mikið á vistkerfi Google getur leitt til eins konar læsingar þar sem flutningur yfir í aðra þjónustu verður erfiður vegna mikils magns gagna og samþættingar innan þjónustu Google. Til að forðast það skaltu auka fjölbreytni þeirra sem afhenda slíka þjónustu.

Komandi félagslega lánakerfið – Getan til að fylgjast með og spora öll möguleg mælanleg gildi, ritskoða og loka fyrir aðgang að upplýsingum ásamt getu til að hafa áhrif á skoðanamyndun gerir Google að ómetanlegu úrræði fyrir fyrirhugað félagslegt lánakerfi. Því meiri upplýsingar sem þeir hafa um þig, þeim mun auðveldara geta þeir stjórnað þér.

Svona segir þú bless við Google í dag

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af gagnaþjófnaði Google, þá er kominn tími til að þú hættir að nota þjónustu Google.  Vissulega fylgja Google ýmis þægindi, en þau vega engan vegin upp á móti illum áformum fyrirtækisins.

Ef þú ert tilbúinn til að vernda friðhelgi einkalífsins og losa þig við inngrip einokunaraðila á Internet, þá eru hérna nokkur grundvallarskref sem þú getur tekið. Deildu þessum ráðum með fjölskyldu þinni og vinum.

  • Skiptu um vafrann þinn – Fjarlægðu Google Chrome og notaðu Brave eða Opera í staðinn. Fylgst er með öllu sem þú gerir í Chrome, þar á meðal innsláttur og allar vefsíður sem þú heimsækir. Brave er frábær valkostur sem tekur friðhelgi einkalífsins alvarlega.
  • Skiptu um leitarvélina þína – Hættu að nota Google leitarvélar eða hvaða framlengingu sem er á Google, eins og Bing eða Yahoo, sem bæði sækja leitarniðurstöður frá Google. Notaðu í staðinn leitarvélar sem virða rétt einstaklingsins eins og Presearch, Startpage, DuckDuckGo, Qwant og margar aðrar.
  • Notaðu öruggan tölvupóst — Lokaðu Gmail reikningnum þínum og skiptu yfir í örugga tölvupóstþjónustu eins og ProtonMail. Ef þú ert með börn skaltu ekki flytja Google skólareikning þeirra yfir á persónulegan reikning þegar þau ljúka námi.
  • Skiptu yfir í örugga skjalamiðlunarþjónustuSlepptu Google skjölum og notaðu annan valkost eins og Zoho Office, Etherpad, CryptPad, OnlyOffice eða Nuclino, sem NordVPN mælir með.
  • Eyddu öllum Google forritum úr símanum þínum og hreinsaðu Google vélbúnað. Enn þá betra er að fá sér afgúglaðan síma. Nokkur fyrirtæki bjóða slíka síma núna eins og Above Phone.
  • Forðastu vefsíður sem nota Google Analytics – Til að gera það þarftu að skoða persónuverndarstefnu vefsíðunnar og leita að „Google.“  Vefsíður verða að upplýsa, hvort þær nota eftirlitstækni frá þriðja aðila. Ef þeir nota Google Analytics skaltu biðja þá um að skipta!
  • Notaðu öruggt skilaboðakerfi — Til að halda einkasamskiptum þínum persónulegum skaltu nota skilaboðatækni sem veitir dulkóðun frá enda til enda, eins og Signal.
  • Notaðu uppsett einkanet (VPN) eins og NordVPN eða Strong VPN – Þetta er nauðsynlegt, ef þú vilt varðveita friðhelgi þína á netinu.
  • Ekki nota Google Home tæki heima hjá þér  — Þessi tæki taka upp allt sem gerist á heimili þínu, bæði tal og hljóð eins og þegar þú burstar tennurnar og sýður vatn. Jafnvel á meðan þau eru ekki virk, þá senda þau upplýsingar til baka til Google. Það sama gildir um heimahitastillinn Google Nest og Alexa frá Amazon.
  • Ekki nota Android farsíma, hann er í eigu Google.
  • Slökktu á Siri, sem sækir öll svör sín frá Google.
  • Ekki nota Fitbit, þar sem Google keypti fyrirtækið nýlega og mun veita þeim allar lífeðlisfræðilegar upplýsingar um þig og athafnir auk allra annarra upplýsinga sem Google hefur þegar skráð um þig.

Upphaflega birt af Mercola.

Skildu eftir skilaboð