Google er eftirlitsstofnun – Svona geturðu „afgúglað“ líf þitt – fyrri hluti

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, RitskoðunLeave a Comment

Dr. Joseph Mercola

Dr. Joseph Mercola skrifaði grein um Google sem birtist nýlega á vefsíðu Children´s Health Defence. Mercola fer í gegnum störf Googles sem safnar gríðarlega miklum upplýsingum um hvert okkar og selur til auglýsingafyrirtækja. Jafnframt geta óprúttnir fjármálajöfrar og yfirvöld keypt sams konar aðgang að þjónustu Google og látið loka síðum keppinauta og stjórnmálaandstæðinga. Á endanum hefur tæknirisinn mikil áhrif á skoðanamyndun með því að ákveða, hvað við fáum að sjá og hverju er haldið leyndu fyrir okkur, þegar við erum að leita að upplýsingum á netinu. Fæstir gera sér grein fyrir því, hvernig Google er farið að stjórna lífum okkar. Mercola kemur með ráð um hvernig við getum „afgúglast.“ Þetta er fyrri hluti greinar hans, þann síðari má sjá hér.

Sagan í hnotskurn:
  • Í byrjun apríl 2020 lokaði Mercola.com viljandi á, að Google gæti skráð greinar okkar og nýjar bloggfærslur.
  • Ég hvet þig til að leita á persónuverndarsíðu hvers vefseturs til að sjá, hvort þau noti Google Analytics eða Google auglýsingaforrit. Ef þau gera það skaltu hvetja þá til að hætta.
  • Næstum sérhvert vefsetur sem ekki er mjög stórt notfærir sér „ókeypis“ greiningarforrit Google og auglýsingatilboð þeirra. Því miður er þessi þjónusta ekki ókeypis. Á endanum borgar ÞÚ með persónulegum upplýsingum þínum. Það er sú vara sem Google selur. Samanlagt stela allar þessar síður gríðarlegu magni af persónulegum upplýsingum um þig.
  • Völd Google eru veruleg ógn við samfélagið. Í fyrsta lagi er Google eftirlitsstofnun með umtalsvert en hulið eftirlitsvald. Google er einnig ritskoðunarstofnun með getu til að takmarka eða loka fyrir aðgang að vefsíðum á netinu og ákveða þannig, hvað fólk getur séð og ekki séð.
  • Google hefur einnig valdið til að hafa bein áhrif á almenningsálitið með leitarröðun og öðrum aðferðum. Breytingar á hugarfarið myndast bæði hratt og í gríðarlegum mæli.

Snemma í apríl 2020 varð Mercola.com ein af fyrstu vefsíðunum til að meðvitað hindra Google í að skrá greinar fyrirtækisins og nýjar bloggfærslur. Flest ykkar kannast við, að ég hef í mörg ár haft áhyggjur af eftirlitskapítalistunum undir forystu Google.

Í september 2017 ræddi ég samstarf Google við Þjóðabandalag geðheilsunnar „National Alliance on Mental Illness“ og hvernig spurningalisti þeirra til mats á þunglyndi var í raun og veru lyfjarannsókn sem styrkt var af lyfjaframleiðandanum Eli Lilly. Engu máli skipti hvernig þú svaraðir spurningunum, þú þurftir á þunglyndislyfjum þeirra að halda.

Síðan þá hafa Google og önnur tæknifyrirtæki aðeins fengið dýpri og víðtækari aðgang að persónulegum læknisfræðilegum upplýsingum fólks. Sala Google á þessum gögnum til þriðja aðila geta haft verulegar afleiðingar. Hærri tryggingariðgjöld og vera neitað um atvinnu eru aðeins tvö augljós dæmi.

Mercola.com lokaði á samskiptin við Google

Mörg ykkar vita. að Google fjarlægði okkur sumarið 2019 frá því að koma upp í leitarorðaleit nema að nafn okkar væri samtímis haft með í fyrirspurninni. Þótt að við fengum umtalsverða umferð frá fólki sem leitaði mjög vel eftir greinum Mercola með Google, þá ákváðum við að lokum að loka fyrir að Google gæti skráð greinar mínar eða fréttablogg. Við hættum líka að nota Google Analytics árið 2018.

Þannig að allt sem tengist Google hefur verið fjarlægt af þessari síðu og ég vona að aðrar síður fylgi í kjölfarið. Ég hvet þig til að leita á persónuverndarsíðu hvers vefseturs til að sjá, hvort þau noti Google Analytics eða Google auglýsingaforrit. Ef þau gera það skaltu hvetja þá til að hætta.

Við getum náð árangri án einokunar á eftirliti. Fyrirtæki og einstaklingar þurfa að sameinast um að gera allt sem hægt er að gera til að stöðva hættulegan persónuþjófnað þeirra og gagnavinnslu.

Hvernig þú borgar fyrir notkun fyrirtækja á „ókeypis“ greiningu

Meirihluti vefsíðna notar „ókeypis“ greiningarforrit Google sem og auglýsingatilboð þeirra. Því miður er þessi þjónusta ekki ókeypis. Á endanum borgar ÞÚ fyrir þær með persónulegum upplýsingum þínum. Það er varan sem Google selur þriðja aðila. Samanlagt eru allar þessar síður að stela gríðarlegu magni af persónulegum upplýsingum þínum.

Google og gagnasúpandi fálmarar ná djúpt inn í daglegt líf þitt og safna gögnum um hverja hreyfingu sem þú gerir og samtöl sem þú átt, hvort sem er á netinu eða í hinum raunverulega heimi. Jafnvel þótt þú slökkvir á staðsetningunni í símanum þínum, þá hefur Google leiðir til að ákveða hvar þú ert með því að nota heimilisfang og nærliggjandi farsímaturna sem síminn þinn er tengdur við.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég hvet þig eindregið til að hætta við alla Android síma og nota iPhone sem hefur betri persónuverndarstefnu. Ég fjallaði um þetta í grein minni árið 2018, „Google — Ein stærsta einokun heims.“  Þessi grein inniheldur einnig lista með dæmi um þær upplýsingar sem Google safnar, hvort sem þú ert meðvitaður um það eða ekki.

„Vitrænt frelsi“ okkar er í húfi

Eins og lýst er í „Mun félagslegt lánakerfi Google ákveða framtíð þína?“   þá eru uppi tillögur um að nota öll þessi gögn, ásamt gervigreind (AI) í virku greiningarkerfi fyrir „sporlögreglu“ eins og sýnt er í kvikmyndinni „Minority Report“ árið 2002. Þar voru grunaðir gerendur handteknir áður en raunverulegur glæpur er framinn.

Í umræðuþætti TED 2018, sem sjá má á myndskeiði hér að neðan, fjallar lögfræðingurinn og lífsiðfræðingurinn Nita Farahany um hugsanlegar afleiðingar af huglestrartækni og varar við því að slík tækni gæti auðveldlega leitt til „samfélags þar sem fólk er handtekið fyrir það eitt að hugsa um að fremja glæp.“

Athugaðu að Google sagðist hafa getu til að lesa hugsanir þínar fyrir heilum áratug síðan. Árið 2010 hældi Erik Schmidt forstjóri Google sér yfir því að:

„Við vitum hvar þú ert. Við vitum hvar þú hefur verið. Við getum meira og minna vitað um það sem þú ert að hugsa.“

10 árum síðar hefur huglestrargeta Google vaxið og orðið fullkomnari að því marki, að gervigreind þeirra getur nákvæmlega sagt fyrir um hvenær unglingar eru óöruggir, einmana eða berskjaldaðir. Á því augnabliki birtist auglýsing fyrir ímyndabætandi vöru fyrir framan þá á skjánum.

Þessi og margir aðrir ógnvekjandi eiginleikar eru útskýrðir í bókinni „The Age of Surveillance Capitalism“ sem skrifuð er af félagssálfræðingnum og Harvard prófessornum Shoshana Zuboff.

Myndbandið hér að neðan sýnir viðtal sem ég tók við hana um þetta efni.

Í TED fyrirlestri sínum fjallar Farahany einnig um hætturnar í þeim heimi, þar sem „einkahagsmunir selja upplýsingar um hugsanir okkar.“ Hún telur að við, sem alþjóðlegt samfélag, þurfum lög sem vernda rétt okkar til vitræns frelsis; lög sem vernda hugsunarfrelsi okkar og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins.

Síðari hluti greinarinnar birtist fljótlega.

 

Skildu eftir skilaboð