Dularfullir hringir sjást rísa fyrir ofan Etnu, virkasta eldfjall Evrópu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NáttúrufyrirbæriLeave a Comment

Í aprílmánuði hefur náttúran látið til sín taka um allan heim. Fréttin greindi frá jarðskjálfta af stærðinni 4,8 í New York sem gerðist aðeins nokkrum dögum eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,5 varð í Taívan.

Nú sýnir virkasta eldfjall Evrópu, Etna, merki um dularfulla virkni. Etna hefur blásið dularfullum reykhringjum til himins síðan á miðvikudag. Samkvæmt AP eru reykhringirnir kallaðir eldfjallahringir „sem myndast við samsetningu hraðrar gaslosunar og loftopsformsins þar sem gasið þrýstist út í andrúmsloftið.“

„AccuWeather“ greinir frá því, að þetta séu hvorki fljúgandi furðuhlutir, geislabaugur, smá galdrafræði Gandálfs né „risastórir hringir reykingamanns“ eins og einn álitsgjafi sagði í gríni. Á síðu þeirra má sjá myndir sem Maria Liotta tók frá heimili sínu í Bronte á Sikiley á Ítalíu 5. apríl 2024 og sýnir þetta furðufyrirbæri „eldfjallahringja.“

Etna rís 11.000 fet yfir eyjuna Sikiley í miðju Miðjarðarhafi. Eldfjallið gýs oft og sprengingar hafa verið skráðar í meira en 3.500 ár.

Hér að neðan má sjá myndskeið af eldfjallarhringjunum á himninum:

 

 

Skildu eftir skilaboð