Þessi grein birtist upphaflega á WND.com eftir Bob Unruh
Læknanemum á fyrsta ári við Kaliforníuháskóla í Los Angeles var skipað að mæta í þvingaða innrætingu um „kerfisbundinn rasisma“ með gestafyrirlesara sem hyllir hryðjuverk Hamas 7. október í Ísrael og krefst þess að nemendurnir beygi sig að „Móður jörð.“ Washington Free Beacon náði upptöku af hluta ræðu Lisu Gray Garcia sem heyra má hér að neðan:
Hún hélt því fram, að hryðjuverk Hamas gegn Ísrael væri í raun „réttlætismál“ og leiðbeindi bekknum í „óveraldlegri bæn til forfeðranna“ segir í fréttinni. Var þátttakendum skipað að „fara á hnén og snerta gólfið – Móðir jörð.“ Aðgerðarsinnanum hafði verið boðið til að tala um húsnæðismál og þeim skyldum „réttlætismálum.“ Hún fjallaði um þarfir „þeldökkra“ og „heimilislausra.“
Gray Garcia sagði við krjúpandi nemendur að það hafi aldrei verið meiningin „að hægt væri að kaupa, selja, drífa hórdóm með eða leika sér að Móðir jörð.“
Atburðurinn hefur vakið viðbrögð um rannsókn á því, hvers vegna þessi ræðukona fékk sviðið í „læknaskóla elítunnar“ segir í fréttinni. Garcia sem lýsir sér sem „fátækum fræðimanni“ stýrði einnig söng nemenda: „Frelsum, frelsum Palestínu.“
Gyðingahópur skólans segir í yfirlýsingu eftir atburðinn, að nemendum hafi verið ógnað til að taka þátt í „trúarþjónustu í bága við eigin trú.“ Hópurinn bað Gene Block rektor háskólans um rannsaka málið.