Ríkisstjórnin er nú orðin starfsstjórn

frettinInnlent, StjórnmálLeave a Comment

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins greinir frá því í dag að ríkisstjórnin sé nú orðin starfsstjórn/(bráðabirgðastjórn).

Almennt er ekki ætlast til þess að slíkar stjórnir taki pólitískar ákvarðanir.

Þingmaðurinn segir að skömmu eftir að starfsstjórnin tók við birtist dagskrá morgundagsins á Alþingi. „Þar eru allt í einu komin 13 ný stjórnarfrumvörp, og það frá stjórn sem gekk afar erfiðlega að leggja fram mál á meðan hún var hefðbundin ríkisstjórn.“ segir Sigmundur.

Um starfsstjórnir segir í bókinni Stjórnskipunarréttur eftir Gunnars G. Schram:

„Á slíkri starfsstjórn og reglulegri ríkisstjórn er nokkur eðlismunur. Starfsstjórn hefur í raun og veru fengið lausn en sér áfram, að beiðni forseta, um dagleg stjórnarstörf svo landið sé ekki með öllu stjórnlaust.”

„Ráðherrar gegna áfram starfi sem æðstu embættismenn hver á sínu sviði. Hins vegar gegna þeir ekki lengur pólitísku hlutverki með sama hætti sem regluleg ríkisstjórn. Þess verður ekki krafist af starfsstjórn [ekki er ætlast til] að hún móti sérstaka stjórnarstefnu eða standi fyrir stjórnarframkvæmdum til úrlausnar aðsteðjandi þjóðfélagsvandamálum.”

„Ráðherrar í starfsstjórn geta því vafalaust skipað í embætti, veitt leyfi, úrskurðað stjórnarleg kærumál og þess háttar. Á hinn bógin verður þeim varla talið skylt eða heimilt að taka mikilvægar pólitískar ákvarðanir nema þá að svo standi á að þær þoli enga bið.”

Skildu eftir skilaboð