Saksóknaraembættið í Flórens hefur hafið rannsókn á Careggi sjúkrahúsinu sem meðhöndlar ólögráða börn sem þjást af kynama í kjölfar umkvörtunar frá Orazio Schillaci, heilbrigðisráðherra Ítalíu.
Yfirvöld vilja sannreyna hvort starfsemi deildarinnar sé í bága við hegningarlög. Vafi leikur á hvort börn skilji afleiðingar meðferðanna og hvort þau geta veitt upplýst samþykki fyrir þeim.
Árið 2019 fékk triptorelin leyfi frá ítölsku lyfjaeftirlitsstofnuninni AIFA til svokallaðrar notkunar “off label” (þ.e. til annarrar notkunar en þeirrar læknisfræðilegu sem það var sett á markað fyrir) og að öllu leyti greitt af heilbrigðisþjónustu ríkisins. AIFA hefur tvær meginreglur samhliða notkun lyfjanna: sálræna og geðræna aðstoð og að greining sé staðfest af þverfaglegu teymi undir handleiðslu barnataugageðlæknis. Tveir læknar transteymisins á Careggi sjúkrahúsinu, innkirtlafræðingurinn Alessandra Fisher og sálfræðingurinn Jiska Ristori, lýstu því opinberlega yfir að þeir teldu ekki sálfræðimeðferð nauðsynlega og sögðu, í svörum við fyrirspurnum þingsins, að barnataugageðlæknirinn kæmi á deildina frá Prato einu sinni í mánuði.
Samtök ítalskra geðlækna hafa ítrekað ályktað um áhyggjur notkun svokallaðra kynþroskabælandi lyfja allt frá árinu 2019. Ítölsk heilbrigðisyfirvöld líta ekki á kynþroskabælandi meðferð sem úrræði sem hægt sé að nota og bætist því í raðir ríkja sem láta reynslu og rannsóknir ráða för í málaflokknum.
Embætti landlæknis á Íslandi hefur ekki breytt tilmælum er varðar notkun kynþroskabælandi lyfja fyrir börn og ungmenni. Ísland er eitt fárra ríkja sem láta börn með tauga-og þroskaskerðingar gangast undir ógagnreyndar meðferðir.