Konur í Skotlandi láta reyna á ný fasistalög um hatursglæpi

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Mannréttindi, Transmál1 Comment

Á laugardaginn hélt „Let Women Speak“ (LWS), samtök sem verja líffræðilegar konur frá róttækri trans-dagskrá, fjöldafund í Edinborg í Skotlandi. Kellie-Jay Keen-Minshull, stofnandi LWS, stjórnaði fundinum. Hún sagði að tilgangurinn væri að „láta reyna á lögin“ til að sjá, hvernig lögreglan myndi bregðast við í ljósi nýrrar hatursglæpalöggjafar Skotlands.

Keen-Minshull ávarpaði mannfjöldann og lýsti því yfir, að kynskipti barna væri „alvarleg misnotkun.“ Hún sagði einnig, að hatursglæpalög Skotlands væru „fráleit.“ Fasistalögin um „hatursglæpi“ tóku gildi 1. apríl. Ýmsir hópar sem styðja transfólk mætti á staðinn til að reyna að eyðileggja fund kvennanna með með framíköllum, öskrum, sírenum og gjallarhornum.

Sky News greinir frá: Lögin um hatursglæpi og almannareglu í Skotlandi tóku gildi mánudaginn 1. apríl og miða að því að veita fórnarlömbum og samfélagshópum aukna vernd. Þau styrkja gildandi löggjöf og innleiða nýja tegund afbrota fyrir ógnandi eða móðgandi hegðun sem er ætlað að vekja upp hatur sem byggir á fordómum gagnvart einkennum eins og aldri, fötlun, trúarbrögðum, kynhneigð og sjálfsmynd transfólks.

Edinburgh News greinir frá: Þó að fröken Keen hafi opinberlega þakkað lögreglunni í Skotlandi „fyrir að tryggja öryggi kvenna á fundinum“ þá voru margir meðal stuðningsmanna hennar reiðir og svekktir. Nokkrir kvörtuðu yfir því að hafa verið „sett“ inn í of lítið rými umkringdir á þrjá vegu af transaðgerðasinnum sem trufluðu fundinn sem stóð í tvo tíma. Konurnar voru stimplaðar „nasistar“ í hátalara við fundarstaðinn. Lögreglan þurfti að grípa aðgerða gegn herskáum trans aðgerðarsinnum sem gerðu aðsúg að fundi kvennanna. Létu margar konur í ljós bæði reiði og kvíða yfir því að þurfa að vera umkringdar og kæfðar af fjandsamlegum mannfjölda með flautum, sírenum og gjallarhornum sem reyndu að eyðileggja fund kvennanna.

Sjá má myndir og myndskeið frá fundinum á X hér að neðan og þar fyrir neðan allan fundinn á Youtube:

 

One Comment on “Konur í Skotlandi láta reyna á ný fasistalög um hatursglæpi”

  1. Heimurinn í dag er öfugsnúin, sjúkur og klikkaður. Ef þessi sjúku og klikkuðu viðhorf fá að dafna þá fer ekki vel fyrir mannkyninu.

Skildu eftir skilaboð