Sænskir slökkviliðsmenn æfa sig fyrir kjarnorkuárás á Svíþjóð

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Stríð1 Comment

Eftir aðild Svíþjóðar að Nató, þá þurfa sænskir slökkviliðsmenn að þjálfa sig í því, hvernig þeir eigi að bregðast við eftir kjarnorkuárás á Svíþjóð.

Almannavarnir Svíþjóðar (MSB) hefur gefið út bækling, þar sem slökkviliðsmönnum er kennt hvað þeir eigi að gera, ef kjarnorkusprengja springur á svæði þeirra. Henrik Larsson, yfirmaður stjórnunar bláljósastarfsfólks í viðbúnaði hjá Almannavörnum segir í viðtali við Aftonbladet:

„Kjarnorkuvopn sem springur þýðir ekki endalok jarðar. Það er hræðileg hörmung. En þú verður að muna að þetta er sprengja og sprengjur hafa mismunandi áhrif.“

Að sögn blaðsins felast ráðin í einföldum hlutum eins og „takið skjól ofan í skurði, ekki horfa beint á eldkúluna“ og svo framvegis. Stríðsæsingur tröllríður húsum í Svíþjóð og öllum skipað að undirbúa sig fyrir komandi stríð gegn Rússum. Hér að neðan er kort af skotmörkum í Svíþjóð:

(skjáskot Aftonbladet)

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Sænskir slökkviliðsmenn æfa sig fyrir kjarnorkuárás á Svíþjóð”

  1. Mun meiri líkur á borgarastyrgjöldum í Svíðþjóð og annarstaðar í Evrópu en styrjöld við Rússland. Ef Evrópulönd fara í stríð við kjarnorku heimsveldið Rússland og Co. þá er það vegna ákvarðana fjármálavaldsins og hlýðni sjálfhverfu siðlausu stjórnmálamannana í Evrópu við sýna raunverulegu yfirboðara.

Skildu eftir skilaboð