Leyniskjöl: Lokanirnar ollu meira tjóni en þær gerðu gagn

Gústaf SkúlasonCOVID-19, Erlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Lýðheilsuhneyksli skekur Þýskaland, þar sem skjöl sem áður voru leynileg sýna að sérfræðingar vöruðu snemma við því, að lokanir yllu meira tjóni en þær myndu gera gagn. Nú vill Valkostur Þýskalands, AfD, að rannsókn verði hafin vegna málsins.

Meðan á Covid heimsfaraldrinum stóð, kynnti Þýskaland ásamt mörgum öðrum ríkjum, mjög strangar lokunarreglur sem takmarkaði frelsi borgaranna. Fólki var m.a. gert skylt að bera grímur. Núna sýna skjöl sem áður voru leynileg, að lýðheilsuyfirvöld í landinu töldu að aðgerðirnar myndu „valda meiri skaða en þær gerðu gagn.“

Stjórnmálamennirnir gengu gegn ráðleggingum sérfræðinganna

Telegraph greinir frá því, að smitsjúkdómayfirvöld Þýskalands RKI (Robert Koch Institute) hafi þegar lýst yfir áhyggjum árið 2020, að lokanir gætu meðal annars haft í för með sér meiri barnadauða auk annarra hrikalegra afleiðinga. Varðandi lögskyldu að bera FFP2 andlitsgrímur, þá sögðu sérfræðingar RKI, að ekki væru næg gögn til staðar til að staðfesta að grímurnar væru gagnlegar.

Miðað við skjölin þá virðast leiðandi stjórnmálamenn í Þýskalandi ekki hafa hlustað á sérfræðinga smitsjúkdómavarnarstofnunarinnar, þegar yfirvöld innleiddu harðar covid-ráðstafanir gagnvart landsmönnum.

Skjölin frá RKI voru gerð opinber eftir langt réttarfarslegt stríð. Í skjölunum má meðal annars lesa, að sérfræðingum RKÍ hafi verið kunnugt um neikvæðar afleiðingar lokananna annars staðar í heiminum til dæmis í Afríku.

Krefjast rannsóknar

Þótt sum skjalanna hafi verið gefin út eru enn yfir þúsund hlutar sem hafa verið fjarlægðir. Það leiddi til þess að Valkostur Þýskalands krefst rannsóknar. Martin Sichert, talsmaður þingflokks flokksins, segir að „almenningur eigi rétt á að vita, hvað hafi raunverulega gerst.“ Hann skorar einnig á aðra aðila að skipa „rannsóknarnefnd vegna kórónuveirunnar“  ásamt AfD.

Skildu eftir skilaboð