Það er ekki Rússland sem stundar áhrifaaðgerðir á netinu, heldur Vesturlönd. Þetta segir Elon Musk eigandi X í hlaðvarpinu „In Good Company“ (sbr. hljóðband að neðan). Musk var spurður um meintar rússneskar falsupplýsingar á netinu.
Fyrr í ár var því haldið fram, að „sérfræðingar“ í Þýskalandi hefðu afhjúpað „stórfellda rússneskt hliðholla falsupplýsingaherferð gegn stjórnvöldum og að tugþúsundir falsaðra reikninga á samfélagsmiðlinum X hafi verið notaðir í því skyni“ eins og The Guardian greindi frá. Markmiðið var sagt að hafa áhrif á stuðning þýskra stjórnvalda við Úkraínu.
En samkvæmt Musk eru Rússar lítið virkir á X. Þess í stað eru það Vesturlönd sem stunda slíkan áróður. Elon Musk segir í viðtalinu:
„Satt best að segja, þá sjáum við ekki mikla virkni Rússa í kerfinu. Við sjáum hana mjög lítið. Við sjáum margar tilraunir til að hafa áhrif á hlutina en þær virðast koma frá Vesturlöndum – ekki frá Rússlandi.“
Hlusta má á viðtalið hér að neðan: