Elítan sem er að eyðileggja lýðræðið

frettinErlent, Jón Magnússon, MannréttindiLeave a Comment

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar:

Ritstjóri breska stórblaðsins Sunday Telegraph, Allister Heath er ofboðið vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Sviss, þar sem dómstóllinn tekur sér vald sem lýðræðislegum fulltrúum hefur hingað til verið ætlað að hafa og segir þá vera að drepa lýðræðið. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða og ég hef því þýtt en einnig staðfært grein hans sem er svohljóðandi:  

„Lýðræðið er að deyja og tíminn til að bjarga því er að renna út. Þjófnaður valdsins frá almennum borgurum og yfirfærsla þess til lögfræðinga og tæknifólks sem ber enga ábyrgð er stöðugt að aukast. Bakslagið verður gríðarlegt þegar það kemur en á meðan mun vinstri valdaelítan nota öll tækifæri til að réttlæta aukna valdatöku og efla ríki sitt.

Nýjasta dæmið er dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (ME), sem valdefldi sjálfan sig og vék lýðræðinu til hliðar með þeim hætti að það væri sprenghlægilegt ef það væri ekki eins alvarlegt og það er.

Niðurstaða dómsins var sú að þau lönd, sem draga ekki úr losun koltvísýrings nógu hratt brjóti gegn mannréttindum borgara sinna á og rétti þeirra til einkalífs og fjölskyldulífs. Dómurinn var gegn Svisslandi, en gefur fordæmi gagnvart öllum ríkjum sem hafa samþykkt mannréttindayfirlýsingu Evrópu þ.á.m. Íslandi.

Svissland, sem hefur sennilega lýðræðislegustu stjórnarskrá í heimi, hafði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum ýmsum reglum um kolefnishlutleysi. Á sama tíma er vaxandi andstaða kolefnishlutleysis víða í Evrópu þ.á.m. í Englandi, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi.

Lagalegar forsendur dómsins eru fráleitar. Ef hækkandi hitastig brýtur gegn rétti okkar til einkalífs og fjölskyldulífs hvað gerir það þá ekki? Hvar endar þessi valdataka mannréttindadómstólsins?

Með því að snúa þjóðfélagsmálum upp í spurningar um mannréttindi sem ekki er hægt að deila um, þá er lýðræðið tekið úr sambandi og við getum ekki lengur deilt um eða verið ósammála eða greitt atkvæði með öðrum lausnum. Heldur verðum við ofurseld vinstri sinnuðum lögfræðingum.

Hvað um biðtíma eftir aðgerðum á sjúkrahúsum eru það ekki enn þá frekar brot á mannréttindum. Verður ekki ME að fyrirskipa ríkisstjórninni að eyða meiru í heilbrigðismál. Hvernig á fólk að geta notið mannréttinda sárkvalið. Hvað um skort á húsnæði og stöðuga verðhækkun á húsnæði og aukinn fjármagnskostnað? Við mundum líka vera sæl ef þjóðarframleiðsla mundi vaxa, laun mundu hækka, betri umönnun hvað þá epla- og súkkulaðikökur. Hvar endar svona rugl og brjálæði.

Ísland þarf að segja sig frá ME áður en það verður of seint. Ég eyddi mörgum klukkutímum til að fara í gegn um dóminn í máli, Verein KlimaSeniorinnen Schweiz and Others v Switzerland, og sá að það var erfitt að finna nokkuð sem hægt var að skilgreina sem lögfræðilega röksemdafærslu.

Dómur ME byggir einfaldlega á því að 8.gr. mannréttindasáttmála Evrópu eigi nú við um „rétt einstaklingsins til öflugrar verndar ríkisvaldsins gegn alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga á líf þeirra, heilsu, velferð og lífskjör. Höfundar mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu þetta aldrei í huga eða nokkuð þessu líkt og dreymdi örugglega aldrei um að yfirlýsing þeirra yrði teygð og toguð og misnotuð á þennan hátt.

Dómarar ME koma fram eins og mannréttindayfirlýsingin sé lifandi skjal sem megi túlka með hvaða hætti sem þeim finnst réttlætanlegt og sanngjarnt. Svipað eins og Hæstiréttur Íslands tæki sér það vald að geta túlkað hvaða lagasetningu sem kemur frá Alþingi eins og dómurum réttarins finnst skv. eigin pólitísku skoðunum það rétta, óháð því hvað kjörnir fulltrúar höfðu um málið að segja.

Með því hefur vinstri woke lögfræðin tekið réttlætið og lýðræðið úr sambandi og tekið sér það vald að stjórna umfram kjörna fulltrúa og í raun gegn meirihlutavilja borgaranna.

Í dómi ME kemur eftirfarandi fram: “Democracy cannot be reduced to the will of the majority of the electorate and elected representatives, in disregard of the requirements of the rule of law” (Það er ekki hægt að draga úr lýðræðinu þannig að það lúti vilja meirihluta kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra og virði að vettugi skilyrði lagareglna). Skilgreining ME er þá einfaldlega sú að fólkið hafi engan rétt heldur dómstóllinn, sem einn sé fær um að skilgreina hvaða reglur gildi óháð því að hvaða niðurstöðu kjörnir fulltrúar komast að.

Dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi séu ólögleg t.d. vegna þess að þau fari í bága við stjórnarskrá, en lengra hefur vald dómstóla ekki náð. Nú virðist ME ætla að taka sér það vald að geta vikið hvaða lagasetningu sem Alþingi samþykkir á bug þar sem þeir einvaldsdómararnir vita best og miklu betur en skríllinn sem kýs fulltrúa sína á Alþingi. Er ekki niðurstaða ME í raun sú að breyta viðmiðun þannig að í stað lagareglna þá komi lögfræðingareglur af því að fólki er ekki nógu gáfað til að taka ákvarðanir, sem séu góðar og rökréttar.

Lýðræðið verður þá skiptimynt, sem tekur bara til lítilfjörlegra hluta en dómarar sjá um að taka afstöðu til þess sem máli skiptir.

Lýðræði getur þróast þannig að meirihlutinn kúgi minnihlutann. En það er ekki það sem ME hefur áhyggjur af. Þeirra mál er að ná nánast öllum lýðræðislegum völdum af kjörnum fulltrúum og jafnvel ákveða það óframkvæmanlega.

Hver gætir varðanna? Hver stjórnar Íslandi? Það verður að taka völdin af þessari ólýðræðislegu,vitifirrtu valdaklíku.“

Hér líkur grein Allister Heath:

Ísland á þegar í stað að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess að hún er andlýðræðisleg stofnun þar sem dómarar dæma eftir pólitískum viðmiðunum en ekki lögunum.

Skildu eftir skilaboð