Ísraelskt sjónvarp í heimsókn í Malmö trúir varla sínum eigin augum

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, ÍsraelLeave a Comment

Fyrir nokkrum dögum réðust múslimar í Malmö á ísraelska blaðamenn sem heimsóttu borgina vegna komandi söngvakeppni Eurovision. Árásin, sem náðist á myndband, varð hluti af lengri frétt sjónvarpsins í Ísrael um hið íslamska Malmö. Mótsetningar milli palestínumanna og gyðinga endurspeglast í Malmö þegar fulltrúi Ísraels kemur með söng sinn þangað.

Gríðarlegt öryggi umlykur keppnina sem haldin verður í byrjun maí. Gyðingar í Malmö segja Malmö vera höfuðborg gyðingahaturs í Evrópu. Á meðan á Eurovision stendur eru Ísraelir beðnir um að vekja ekki andúð í borginni með því að syngja ísraelsk lög.

Í sjónvarpsþætti ísraelska sjónvarpsins kemur meðal annars fram manni finnst Malmö vera eitthvað allt annað en evrópsk borg átti teymið erfitt að trúa eigin augum í borginni. Sagt er frá nýja drykknum „Palestine Coke“ sem hafin er sala á í Svíþjóð til styrktar palestínskum svæðum.

Sagt er að þeir múslimar sem hafi verið talað við séu fullir af brennandi hatri á gyðingum og Ísrael. Meðal annars kemur fram, að Svín séu betri en gyðingar. Egypskur maður segir frá því, að vinstri menn stilli sér við hliðina á íslamistum og séu nytsamir fávitar í höndum þeirra.

Hér að neðan má sjá brot á X en allan þáttinn má sjá hér.

 

Skildu eftir skilaboð