Borgarráð New York opnar fund með bæn til Allah

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TrúmálLeave a Comment

Borgarráð New York opnaði fimmtudagsfund sinn með ákalli til Allah, hins æðsta guðs íslams (sjá myndskeið að neðan). Abdoulazakou Traore, æðstiprestur frá „Darou Salam Islamic Community Inc.“ leiddi borgarráðið í bæn, sem byrjaði á arabískum upplestri sem fylgt var eftir með enskri þýðingu. Í bæninni var lotningu lýst á Allah sem „Drottni alheims“ og leitað til Allah um andlega leiðsögn fyrir embættismenn borgarinnar.

Samkvæmt WiseVoter er New York stærsta heimili múslíma í Bandaríkjunum. Félagsmálaskrifstofa New York borgar  áætlar að fjöldi múslima í borginni sé á milli 800.000 og 1.000.000 en aðrar heimildir nefna tölur allt að 1,4 milljónir múslíma.

Meðan á bænaákallinu stóð las æðstipresturinn Traore Al-Fatiha, – upphafskafla Kóransins. Er um að ræða einn merkasta súra (kafla) sem múslímar um allan heim þylja upp í daglegum bænum sínum (í lauslegri þýðingu):

„Í nafni Allah, hins náðuga, miskunnsama. Lofaður sé Allah, Drottinn heimsins, náðugasti, miskunnsamasti, alvaldur dómsdagsins. Við tilbiðjum þig og leitum til þín til hjálpar. Leiddu oss á beina braut, veg þeirra sem þú hefur blessað en ekki þeirra sem eru á móti í reiði né þeirra sem eru afvegaleiddir.“

 

Ákvörðun ráðsins um að opna með íslamskri bæn hefur vakið mikil viðbrögð á netinu. Margir notendur samfélagsmiðla hafa efasemdir um ágæti aðskilnaðar ríkis og kirkju, aðrir hafa áhyggjur af því, að einum trúarbrögðum sé gert hærra undir höfði en öðrum.

Hér eru nokkrar af athugasemdunum á netinu

„Hvar eru allir vinstrimenn sem standa fyrir „aðskilnaði ríkis og kirkju“ núna?

„Áhugavert. Miðað við ástand hlutanna í NY, þá eru þeir að biðja til rangs Guðs.“

„Bandaríkin hafa glatast.“

„ÉG SAGÐI YKKUR, að Obama væri frambjóðandi frá MANKÚRI! Við ríki í gíslingu. Ráðist hefur verið inn í landið okkar, það tekið í gíslingu og hryðjuverkamennirnir eru núna við stjórnvölinn. Sannið að ég hafi rangt fyrir mér.“

„Skiptir aðskilnaður ríkis og kirkju aðeins máli þegar kristni á í hlut?“

„New York er guðlaust, frjálslynt, anti-amerískt holræsi.“

„Svo í staðinn fyrir New York, þá ættum við bara að kalla borgina Nýju Palestínu?“

 

Skildu eftir skilaboð