Brengluð þjóðfélagsumræða undir stjórn Ríkisútvarps sumra landsmanna hefur stofnað lífi og heilsu barna í hættu

frettinErlent, Fjölmiðlar, Íris Erlingsdóttir, KynjamálLeave a Comment

Írís Erlingsdóttir skrifar:

Charles Walsham, fréttamaður BBC, 12 apríl, 2024:

Nýútkomin skýrsla í Bretlandi sýnir að undir pressu frá róttækum „trans” aðgerðasinnum hafa bresk heilbrigðisyfirvöld leyft að setja börn á færibandi í svokallaðar „trans” meðferðir. Þetta er hluti af grein úr breska tímaritinu The Spectator

Hvernig tilfinning er að uppgötva að þú ert hluti af samtökum sem hafa sett svokölluð „framsækin gildi” framar sönnunargögnum og þannig stofnað í hættu ótal ungmennum sem munu bíða raunverulegt tjón á líkamlegri og andlegri heilsu sinni?

Ég veit nákvæmlega hvernig það er. Nei, ég vann ekki fyrir transteymið á Tavistock*. Ég er fréttamaður á BBC. Því miður tel ég vera beina orsakalínu á milli hvernig BBC hefur útvarpað áróðri öfgafullra transaðgerðasinna og nýkominnar skýrslu [sem sýnir að undir pressu frá trans aðgerðasinnum hefur heilbrigðiskerfið sett börn og ungmenni á færiband í „læknismeðferðir” (kynþroskabælandi lyf og kynlimlestingar) sem valda varanlegu heilsutjóni og ófrjósemi). 

Það sem skýrslan hefur afhjúpað gat aðeins gerst vegna einhliða og brenglaðrar þjóðarumræðu um málefni kynlífs og kyns, og ég tel að ríksútvarp allra landsmanna hafi staðið fyrir þessari brengluðu umræðu. Þaggað hefur verið niður í andmælisröddum, þær lítilsvirtar, dæmdar og cancelled. 

Þegar börn eyddu enn meiri tíma á skjám, þökk sé Covid-19 takmörkunum og lokunum skóla, sýndi BBC Teach „fræðslumynd” þar sem ungum börnum var sagt að það væru yfir 100 kynvitundir.

Þegar Dr. Cass [höfundur Cass skýrlunnar] reyndi árangurslaust að fá gögn frá Tavistock transstöðinni [um læknisfræðilega tilraunastarfsemi á börnum], hamaðist BBC við að útvarpa áróðri um sértrúarkenninguna um kynrænt sjálfræði; fréttastofan lýsti sadista karlmorðingjum og nauðgurum sem konum því ekki mátti mógða þessa viðbjóðslegu menn [sem “sjálfkenndu” sig sem konur] – til fjandans með fórnarlömbin. Þessi nálgun fréttastofunnar um hvaða málefni sem er, hvað þá jafn gríðarlega umdeilt mál, er hreinn og beinn áróður.

Þrátt fyrir að hafa vel fjármagnaða rannsóknardeild hefur BBC engar tilraunir gert til að útskýra þá köldu, hörðu vísindalegu staðreynd að nútímalæknisfræði hefur ekki fundið neina leið til að breyta heilbrigðum karlmönnum í konu, eða öfugt.

*Aðal „trans-læknisstöð” Bretlands, Tavistock Clinic, sem nú hefur verið lokað. 

Þýðing á hluta af grein sem fréttamaður hjá BBC skrifaði undir dulnefninu Charles Walsham fyrir breska tímaritið The Spectator 

https://www.spectator.co.uk/article/how-did-the-bbc-get-the-trans-debate-so-wrong/

Skildu eftir skilaboð