Íran með vopnaviðbúnað til hefndarárásar á Ísrael

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, StríðLeave a Comment

Flugskeytin frá Hizbollah í Líbanon dundu á norðurhluta Ísraels í gærkvöldi (sjá myndband að neðan). Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig og skutu mörg skeytin niður og réðust einnig á herstöðvar Hizbollah. Mikil spenna ríkir á svæðinu eftir að Íranir sögðust ætla að ráðast á Ísrael sem hefndaraðgerð fyrir árás á konsúlat Írans í Damskus 1. apríl. Þrír hershöfðingjar og fjórir aðrir æðstu írönsku byltingarverðirnir létu lífið í árásinni. Wall Street Journal skrifaði að Ísrael gæti átt von á árás innan 48 klukkustunda.

Íranar hafa verið að flytja vígbúnað nær Ísrael, sem talið er vera undirbúningur fyrir hefndarárásina sem bendir til þess að árásin geti verið yfirvofandi. Ísraelski herinn hefur beðið fólk um að vera á varðbergi en ekki gefið út nein fyrirmæli til óbreyttra borgara enn sem komið er. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í sjónvarpsyfirlýsingu á föstudag:

„Undanfarinn sólarhring hefur herinn framkvæmt ástandsmat og samþykkt áætlanir fyrir ýmsar aðstæður í kjölfar fregna og yfirlýsingar um árás Írans.“

Utanríkisráðuneyti Ísraels tjáði sig ekki um fregnir þess efnis, að sum sendiráð Ísraela hafa verið rýmd að hluta til og öryggisgæsla hert. Holland hefur lokað sendiráði sínu í Teheran til öryggis vegna ástandsins. Bandaríkin hafa flutt herskip að Ísreal m.a. með hinu öfluga varnarkerfi Aegis gegn flugskeytum.

Donald Trump sagði á föstudag, að stríð Ísraels og Hamas á Gaza gæti hæglega þróast upp í heimsstyrjöld. Trump sagði:

„Það sem er að gerast í Ísrael gæti endað í heimsstyrjöld. Það eru minna en sjö mánuðir núna til 5. nóvember. Það er heil eilífð með óhæfu fólki.“

Hér að neðan má sjá þátt Tousi TV um málið:

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð